Orkuveitan
Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Heimsmarkmiðin
Jafnlaunavottun
ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
Jafnlaunaúttekt PWC
UN Global Compact
501-1000
starfsmenn
Orkuveitusamstæðan er lifandi vinnustaður og félagslífið er öflugt. OR og starfsmannafélagið STOR standa fyrir fjölda viðburða ár hvert; páskabingói, söngkeppninni Orkuvision, árshátíð, haustferð í Þórsmörk, fjölskyldudegi í Elliðaárdal og fjölda jólaviðburða. Að auki eru hefur starfsfólk stofnað fjölda klúbba um áhugamál sín; svo sem golf, hestamennsku, vélhjól og handavinnu. Fyrir utan þessa sameiginlegu viðburði er oft líf og fjör hjá einstaka deildum og sviðum, til að hrista fólk saman og gera vinnuumhverfið skemmtilegt.
Á vinnustaðnum er mikið lagt upp úr því að starfsfólk eigi gæðastundir í vinnu og einkalífi og nái að samræma vinnu og fjölskyldu- og einkalíf. Vinnutími er sveigjanlegur sé þess kostur og við bjóðum börn velkomin á vinnustaðinn.
Starfsfólk hefur þess kost að stunda líkamsrækt í góðri aðstöðu í Bræðslunni og þar eru líka fastir tímar, m.a. í crossfit, dans fitness og jóga.