Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.
Vörustjóri fyrirtækjatrygginga
Við leitum að metnaðarfullum, framsæknum og drífandi einstaklingi í starf vörustjóra fyrirtækjatrygginga hjá Verði. Starfið er í senn fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og snýst um að reka tryggingar fyrir fyrirtæki hjá Verði ásamt því að sinna nýsköpun með því að innleiða nýjar vörur sem eftirspurn er eftir á markaði. Viðkomandi mun meðal annars leggja áherslu á vörustjórnun trygginga fyrir sjávarútveg. Í samstæðunni starfar öflugur og skemmtilegur hópur fólks sem viðkomandi mun starfa náið með.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Reka og þróa þær vörur sem Vörður er með í rekstri fyrir fyrirtæki, einkum í sjávarútvegi
- Fylgja eftir markmiðum í sölu og þjónustu
- Skilgreina vörusýn og taka þátt í viðskiptaþróun
- Nýsköpun og innleiðing á nýjum vörum
- Viðhald og uppbygging á verðskrám
- Kynningar- og fræðslumál
- Framsetning áhættuviðmiða
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð þekking og reynsla af atvinnutengdum tryggingum
- Þekking og reynsla af vöruþróun
- Þekking á sjávarútvegi er kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Greiningarhæfni
- Frumkvæði, þjónustulund sjálfstæði og drifkraftur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Auglýsing birt13. nóvember 2024
Umsóknarfrestur19. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (6)
Rannsóknartæknir
BM Vallá
Tryggingastærðfræðingur
Vörður tryggingar
Hefur þú brennandi áhuga á vöruþróun og verkefnastýringu?
Arion banki
Tjónafulltrúi eignatjóna
TM
Verkefnastjóri vöruþróunar hjá Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi
Vöru- og verkefnastjóri í heilbrigðistækni á þróunarsviði
Landspítali