Advania
Advania
Advania

Vörustjóri Business Central

Ert þú tilbúinn að taka þátt í að móta stefnu og framtíðarsýn fyrir Business Central vörur og þjónustu Advania?

Advania leitar að metnaðarfullum, framsæknum og drífandi einstakling í stöðu vörustjóra Business Central. Þetta er einstakt tækifæri fyrir öflugan aðila sem vill hafa áhrif á stefnu og þróun Business Central lausna hjá Advania.

Advania býður yfir 40 lausnir fyrir Business Central á AppSource markaðstorgi Microsoft. Yfir 400 fyrirtæki, bæði á Íslandi og erlendis, nýta sér þessar lausnir í dag og fjölgar þeim stöðugt. Vörustjórinn ber ábyrgð á upplifun og virkni þessara lausna, auk þess að stuðla að þróun þeirra, til dæmis með tengingu við gervigreind.

Hjá Advania starfa um 60 manns í Business Central, og verður vörustjórinn mikilvægur hlekkur í þessu teymi.

Hlutverk og ábyrgð

  • Umsjón með Business Central vörum Advania, fylgjast með nýjungum og þróun á markaði.
  • Skipulagning og framkvæmd viðburða þar sem Business Central lausnir eru kynntar og fyrirlestrar haldnir.
  • Samskipti við hagsmunaaðila og viðskiptavini, þar á meðal Microsoft.
  • Greining á markaðstækifærum og mynda stefnu í samráði við teymi Advania.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði eða tölvunarfræði.
  • Góð enskukunnátta er skilyrði.
  • Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af vörustjórnun er kostur.

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur um menntun eða reynslu hvetjum við þig samt sem áður til að sækja um. Þú gætir verið rétti einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Auglýsing birt23. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar