

Hugbúnaðarsérfræðingur
VIRK leitar að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í þróun, viðhaldi og uppbyggingu hugbúnaðarlausna sem styðja við mikilvæga þjónustu stofnunarinnar. Unnið er með núverandi upplýsingakerfi í OutSystems og samhliða því lögð drög að innleiðingu framtíðarlausna á sjálfbærum og opnum grunni. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík.
Þátttaka í mótun tæknistefnu VIRK (vegvísi) til framtíðar
Umsjón og aðkoma að yfirfærslu frá Outsystems yfir í nýjan tæknistakk
Hönnun og þróun REST API lausna og samþættingar við ytri kerfi
Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða sambærilegt
Hæfni til að smíða bak- og framendalausnir
Reynsla af C# og ASP.NET Core
Reynsla af REST API hönnun og þróun
Góð þekking á veftækni (HTTP, REST, HTML, CSS)
Reynsla af React er kostur
Reynsla af Outsystems tæknistakknum (platform) er kostur
Reynsla af CI/CD, útgáfustýringu og DevOps ferlum er kostur
Hæfni til að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði
Góð samskiptahæfni
Hreint sakavottorð













