

Sálfræðingur
VIRK leitar að reyndum og metnaðarfullum sálfræðingi til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu. Starfið felur meðal annars í sér að skima, greina og kortleggja vanda einstaklinga sem vísað er í þjónustu til VIRK út frá viðtölum og gögnum. Sálfræðingur þarf að geta metið hvað hindrar atvinnuþátttöku einstaklings og hvernig best er að styðja viðkomandi í endurkomu til vinnu.
Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í ágúst eða september.
Skimun, greining og kortlagning á vanda einstaklinga í inntökuferli og í þjónustu VIRK
Gerð einstaklingsáætlana fyrir starfsendurhæfingu
Rýna framgang mála m.t.t. hindrana hvað varðar þátttöku á vinnumarkaði
Samstarf við heilbrigðisstéttir og stofnanir varðandi einstaklinga í þjónustu
Ákvarðanataka í málum einstaklinga í þjónustu VIRK
Umbóta- og þróunarstarf
Réttindi til að starfa sem sálfræðingur
Að minnsta kosti fjögurra ára reynsla af klínískri vinnu sem sálfræðingur
Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
Metnaður, frumkvæði og fagmennska
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hreint sakavottorð









