Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Vörustjóri

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í starf vörustjóra innviðar fyrir smásölugreiðslur, í deild viðskiptalausna og vörustjórnunar á sviði upplýsingatækni.

Sviðið sér m.a. um þróun, rekstur og viðhald á stafrænum upplýsinga- og viðskiptalausnum bankans. Deildin ber ábyrgð á högun, rekstri og framþróun viðskiptalausna Seðlabankans, en þar teljast til lausnir eins og MBK, Wallstreet, Bloomberg, Kodiak OMX, Nasdaq og Libra ásamt öðrum skilgreindum lausnum. Starf vörustjóra er ætlað að brúa bilið á milli viðskiptalegra þarfa og sjónarmiða og tæknilegs reksturs og högunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótar framtíðarsýn og vöruáætlun
  • Tengiliður milli notenda, birgja og tækniteyma
  • Ber ábyrgð á samskiptum við hagsmunaaðila og upplýsingagjöf
  • Skilgreinir mælikvarða og sinnir markaðsmati
  • Ber ábyrgð á prófunum og útgáfustjórnun
  • Þátttaka í daglegum rekstri, vöktun og eftirliti
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af greiðslumiðlun
  • Reynsla af rekstri fjármálakerfa kostur
  • Áræðni, heiðarleiki og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu.
  • Mjög góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)