Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Ert þú lögfræðingurinn sem við leitum að?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða lögfræðing í deild lögfræðiráðgjafar og reglusetninga á sviði háttsemiseftirlits. Starfsmenn deildarinnar sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem tengjast eftirliti með starfsemi eftirlitsskyldra aðila á fjármálamarkaði og innleiðingu EES-gerða í íslenskan rétt. Leitað er að lögfræðingi sem hefur þekkingu á fjármálamarkaði, stjórnsýslu og reglusetningu og vill taka þátt í að þróa og útfæra regluverk og eftirlitsframkvæmd sem stuðlar að traustum og heilbrigðum fjármálamarkaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðiráðgjöf þvert á deildir og svið fjármálaeftirlits.
  • Úrvinnsla lagalegra álita- og úrlausnarmála sem tengjast starfsemi eftirlitsskyldra aðila og regluverki á fjármálamarkaði.
  • Stjórnsýslumeðferð og þátttaka í málum fjármálaeftirlits.
  • Aðkoma að innleiðingu EES–gerða í íslenskan rétt.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- og meistaranám eða embættispróf í lögfræði.
  • Þekking á löggjöf á fjármálamarkaði.
  • Þekking eða reynsla af meðferð og vinnslu stjórnsýslumála.
  • Reynsla af störfum hjá eftirlitsskyldum aðilum sem tengjast hlítni við löggjöf á fjármálamarkaði er kostur.
  • Þekking eða reynsla sem tengist innleiðingu EES-gerða í íslenskan rétt er kostur.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, greiningarhæfni, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt22. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar