
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni.

Sérfræðings í rekstri viðskiptakerfa
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan liðsmann í starf sérfræðings í rekstri viðskiptakerfa, í deild viðskiptalausna og vörustjórnunar á sviði upplýsingatækni.
Sviðið sér m.a. um þróun, rekstur og viðhald á stafrænum upplýsinga- og viðskiptalausnum bankans. Deildin ber ábyrgð á högun, rekstri og framþróun viðskiptalausna Seðlabankans, en þar teljast til lausnir eins og MBK, Wallstreet, Bloomberg, Kodiak OMX, Nasdaq og Libra ásamt öðrum skilgreindum lausnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í daglegum rekstri, vöktun og eftirliti með viðskiptakerfum bankans
- Samskipti við notendur og birgja um þróun og virkni kerfa
- Sjálfvirknivæðing í framkvæmd greiðslna og uppgjörsferla
- Þátttaka í prófunum og gangsetning uppfærslna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af bakvinnslu
- Haldbær þekking á SWIFT greiðsluskeytum
- Reynsla af rekstri fjármálakerfa kostur
- Áræðni, heiðarleiki og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Góð færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu.
- Mjög góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)



