Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Sérfræðings í rekstri viðskiptakerfa

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan liðsmann í starf sérfræðings í rekstri viðskiptakerfa, í deild viðskiptalausna og vörustjórnunar á sviði upplýsingatækni.

Sviðið sér m.a. um þróun, rekstur og viðhald á stafrænum upplýsinga- og viðskiptalausnum bankans. Deildin ber ábyrgð á högun, rekstri og framþróun viðskiptalausna Seðlabankans, en þar teljast til lausnir eins og MBK, Wallstreet, Bloomberg, Kodiak OMX, Nasdaq og Libra ásamt öðrum skilgreindum lausnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í daglegum rekstri, vöktun og eftirliti með viðskiptakerfum bankans
  • Samskipti við notendur og birgja um þróun og virkni kerfa
  • Sjálfvirknivæðing í framkvæmd greiðslna og uppgjörsferla
  • Þátttaka í prófunum og gangsetning uppfærslna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af bakvinnslu
  • Haldbær þekking á SWIFT greiðsluskeytum
  • Reynsla af rekstri fjármálakerfa kostur
  • Áræðni, heiðarleiki og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu.
  • Mjög góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar