
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Vinnuvistfræðingur / Ergonomist
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum vinnuvistfræðingi til að ganga til liðs við umhverfis-, heilsu- og öryggisteymið okkar. Starfið felur í sér að þróa og innleiða vinnuvistfræðileg úrræði sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsmanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining á vinnuaðstæðum og ráðgjöf um úrbætur í vinnuumhverfi.
- Þróun og framkvæmd forvarna- og heilsueflingarverkefna í samstarfi við heilsugæslu Alcoa.
- Fræðsla og þjálfun starfsmanna í vinnuvistfræði og líkamsbeitingu.
- Samvinna við aðrar deildir til að tryggja heildræna nálgun á heilsuvernd.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í vinnuvistfræði, sjúkraþjálfun eða skyldum greinum.
- Reynsla af vinnuvistfræðilegri greiningu og ráðgjöf er kostur.
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti
- Íþrótta og meðferðarstyrkir
- Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur16. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Tímabundin staða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Aðstoðarmanneskja í sjúkra - og iðjuþjálfun - Boðaþing
Hrafnista

Spennandi starf fyrir iðjuþjálfa - Skjól hjúkrunarheimili og Maríuhús dagþjálfun
Skjól hjúkrunarheimili

Þroskaþjálfi óskast
Helgafellsskóli

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Forvarnaráðgjafi
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Iðjuþjálfi
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Sjúkraþjálfari óskast í endurhæfingarteymi
Parkinsonsamtökin

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Urriðaból
Heilsuleikskólinn Urriðaból I

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Iðjuþjálfi eða annar fagaðili í ráðgjafarteymi fullorðinna
Velferðarsvið Kópavogsbæjar