

Iðjuþjálfi
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili rekur tvenn hjúkrunarheimili á Akureyri. Hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimilum fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi í öldrunarþjónustu sem er í stöðugri þróun. Á hjúkrunarheimilunum er rekin dagþjónusta, mötuneyti, þvottahús, auk þess sem meðal annars er boðið upp á iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, fjölbreytt félagsstarf og læknisþjónustu. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna.
Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða iðjuþjálfa til starfa. Starfshlutfall er 80-90% í dagvinnu og um tímabundið stöðugildi út ágúst 2026 er að ræða með starfstöð á Hlíð. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og er tilbúin/n að takast á við fjölbreytt verkefni í sterku teymi fagfólks á góðum vinnustað. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við leggjum áherslu á jákvæðni og góð samskipti, lipurð í þjónustu og einlægan áhuga á starfi í þjónustu við aldraða.
- Tekur þátt í umönnun og þjálfun skjólstæðinga
- Skipuleggur og tekur þátt í iðju skjólstæðinga í samvinnu við starfsfólk
- Nýtir viðeigandi matstæki, gerir færnimat og skipuleggur íhlutunaráætlun fyrir notendur og miðlar nauðsynlegum upplýsingum til annarra
- Stuðlar að og viðheldur sjálfræði og sjálfstæði skjólstæðinga og eflir þá til sjálfshjálpar
- Sækir um, veitir ráðgjöf, fræðslu og þjálfun á hjálpartæki til skjólstæðinga og starfsfólks
- Veita starfsfólki ráðgjöf varðandi einstaklingsíhlutanir
- Skráning og utanumhald um hjálpartæki Hjúkrunarheimilisins
- Taka viðtöl og annast umsóknarferli tengt þjónustu og aðstoð
- Umsjón með sértækumhópum og tryggja faglegt skipulag og eftirfylgd
- Háskólapróf í iðjuþjálfun
- Íslenskt starfsleyfi og löggilding frá Landlæknisembættinu
- Reynsla af störfum með öldruðum er æskileg
- Færni í stjórnun og skipulagningu
- Þolinmæði og sveigjanleiki
- Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta, skrifuð og töluð













