
Skjól hjúkrunarheimili
Skjól er rótgróið, faglegt og öflugt hjúkrunarheimili með reyndu og góðu starfsfólki. Skjól var fyrsta hjúkrunarheimilið í Reykjavík sem byggt var frá grunni með hjúkrunarrými eingöngu. Í gegnum árin hafa ýmsar breytingar átt sér stað og áskorun hjúkrunarheimila á hverjum tíma er að standast tímans tönn, fylgjast með rannsóknum, uppfæra starfsaðferðir og leiðir í þjónustu og umönnun íbúa og hafa alltaf virðingu og fagmennsku að leiðarljósi. Laugaskjól, sambýli fyrir minnissjúka er rekið undir stjórn deildar á 4. hæð heimilisins.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Iðjuþjálfi - Skjól hjúkrunarheimili og Maríuhús dagþjálfun
Iðjuþjálfi óskast á hjúkrunarheimilið Skjól og Maríuhús dagþjálfun.
Um er að ræða stöðu iðjuþjálfa sem mun sinna bæði íbúum á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, Laugaskjóli og skjólstæðingum í Maríuhúsi sem staðsett er á Skjóli.
Á Hjúkrunarheimilinu Skjóli og Laugaskjóli eru samtals 106 íbúar og er markmið iðjuþjálfunar að veita einstaklingsmiðaða þjónustu sem stuðlar að tækifærum til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu.
Maríuhús er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma þar sem veitt er bæði andlega og líkamleg örvun sem hefur jákvæð áhrif á getu og líðan þeirra sem sækja deildina.
Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og er staðan laus frá 1.desember.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meta, skrá og undirbúa íhlutunaráætlun
- Skráning og skýrslugerð
- Þjónusta við íbúa heimilisdeilda og skjólstæðinga Maríuhús
- Einstaklings- og hópþjálfun.
- Meta þörf fyrir og sækja um hjálpartæki
- Fræðsla og ráðgjöf fyrir heimilismenn/skjólstæðinga, aðstandendur og starfsfólk.
- Þátttaka í þverfaglegu teymi
- Þátttaka í fagþróun
- Heimilisathuganir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Áhugi á þróun og uppbygginu faglegs starfs
- Jákvætt viðmót og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Kleppsvegur 64, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
OsteoStrong

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Velferðarsvið: Deildarstjóri í Stoðþjónustu Akureyrarbæjar
Akureyri

Sóltún hjúkrunarheimili leitar að metnaðarfullum iðjuþjálfa
Sóltún hjúkrunarheimili

Starfsmenn óskast í stoðþjónustu við fötluð börn
Akraneskaupstaður

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Iðjuþjálfar - Fjölbreytt störf í geðþjónustu
Landspítali