
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sóltún hjúkrunarheimili leitar að metnaðarfullum iðjuþjálfa
Sóltún hjúkrunarheimili leitar að metnaðarfullum iðjuþjálfa með hjartað á réttum stað!
Viltu hafa áhrif á líf annarra og vinna á hlýlegu og samheldnu hjúkrunarheimili?
Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum iðjuþjálfa til að ganga til liðs við frábært teymi fagfólks.
Hjá okkur færðu tækifæri til að:
- Styðja íbúa til aukins sjálfstæðis
- Vinna náið með fjölbreyttu teymi
- Koma með nýjar hugmyndir og sköpunargleði í daglegt líf heimilisins
- Starfa við góðar starfsaðstæður
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og skráning iðjuþjálfunar
- Fræðsla til starfsfólks, íbúa og aðstandenda
- Mat á þörf við hjálpar- og stoðtæki
- Taka þátt í að auka lífsgæði íbúa, sem og viðhalda og efla færni þeirra til þátttöku í daglegu lífi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf til starfsréttinda í iðjuþjálfun
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Hlýja, samkennd og góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Reynsla af notkun RAI mælitækis kostur
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Fatapeningur
Auglýsing birt15. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (7)

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Deildastjóri í félagsmiðstöðina Klettinn
Hafnarfjarðarbær

Iðjuþjálfar - Fjölbreytt störf í geðþjónustu
Landspítali

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Urriðaból
Heilsuleikskólinn Urriðaból I