Kríta
Kríta
Kríta

Viðskiptastjóri hjá Kríta með áherslu á byggingariðnað

Kríta leitar að söludrifnum viðskiptastjóra með djúpa þekkingu á byggingariðnaði til að leiða samskipti og sölu til fyrirtækja í þessum mikilvæga geira.
Starfið felur í sér vettvangsvinnu, heimsóknir á byggingarsvæði og skrifstofur, fundi með stjórnendum og lykiltengiliðum innan greinarinnar. Við viljum ráða einstakling sem þekkir fólkið, vinnulagið og taktar greinarinnar – og getur nýtt tengslanet sitt til að skapa ný viðskiptatækifæri með traustum samstarfsaðilum.

Kríta er fjártæknifyrirtæki sem býður upp á hraðvirkar og stafrænar fjármögnunarlausnir fyrir fyrirtæki.
Við leggjum áherslu á sjálfvirkni, einfaldleika og persónulega þjónustu. Fyrirtæki í byggingargeiranum – verktakar, iðnaðarmenn og framkvæmdaaðilar – eru meðal okkar mikilvægustu viðskiptavina. Nú viljum við efla þjónustuna við þennan hóp enn frekar og leitum að metnaðarfullum einstakling með djúpa innsýn í greinina og öflugt tengslanet innan hennar.

Kríta lauk nýverið 4 milljarða króna fjármögnun til að styðja við útlán til íslenskra fyrirtækja

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Finna og nálgast verktaka og stjórnendur í byggingargeiranum sem hafa þörf fyrir fjármögnun
  • Heimsækja fyrirtæki og byggingarsvæði til að mynda tengsl og greina tækifæri
  • Viðhalda og styrkja sambönd við núverandi viðskiptavini
  • Nýta tengslanet sitt til að opna dyr að nýjum viðskiptasamböndum
  • Kynna fjármögnunarlausnir Kríta á skýran og markvissan hátt
  • Vinna náið með lánateymi við eftirfylgni lánsumsókna
  • Koma með innsýn og tillögur frá aðilum í greininni til að bæta þjónustuna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Djúp þekking á byggingariðnaði og daglegum veruleika verktaka – hvort sem er í sölu, framkvæmdum, verkefnastýringu eða rekstri
  • Sterkt tengslanet innan byggingargeirans og meðal verktaka
  • Skipulögð, sjálfstæð og markviss vinnubrögð
  • Reynsla af B2B sölu er kostur
  • Áhugi á fjármálum fyrirtækja, fjártækni og nýjungum í tæknilausnum er kostur
  • Frumkvæði, drifkraftur og mjög góð samskiptafærni
  • Ökuréttindi og vilji til að ferðast daglega um höfuðborgarsvæðið og nágrenni
Fríðindi í starfi
  • Internet og sími greitt.
  • Bifreiðahlunnindi
  • Möguleiki á kauprétti (hlutabréf í Kríta hf)
Auglýsing birt21. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 13, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ByggingafræðingurPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.IðnfræðingurPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.VerkfræðingurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar