
Tripical
Tripical Ísland er kröftugt ferðaþjónustufyrirtæki, skráð á Íslandi og með höfuðstöðvar að Fiskislóð 31D, 2.hæð, 101 Reykjavík. Það starfrækir auk þess útibú í Sofiu í Búlgaríu. Tripical hefur frá árinu 2015 skipulagt hópferðir af öllum stærðum og gerðum. Má þar nefna árshátíðarferðir fyrirtækja – sem og aðrar fyrirtækjaferðir af ýmsu tagi, og útskriftarferðir fyrir nemendur á efsta stigi framhaldsskóla. Þá leggjum við mikinn metnað í svokallaðar fræðsluferðir fyrir kennarar og stofnanir á Íslandi. Tripical sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir hópa stærri en 20 manns.
Ævintýrapersóna með söluhæfileika
Langar þig að vinna við að láta drauma rætast?
Við hjá Tripical leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur gaman af samskiptum og brennur fyrir því að skapa einstaka upplifun fyrir ferðalanga okkar. Starfið er fjölbreytt og lifandi – þú verður í nánu sambandi við viðskiptavini, hjálpar þeim að skipuleggja ævintýraferðir.
Við bjóðum upp á sérsniðnar ferðir til Evrópu og leggjum áherslu á persónulega þjónustu, ástríðu fyrir ferðalögum og góð tengsl við viðskiptavini.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini: svara fyrirspurnum, veita ráðgjöf og tryggja góða upplifun
- Skipulagning og umsýsla ferða: tilboðsgerð, bókanir og eftirfylgni
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi
- Reynsla af sölumennsku, gjarnan úr ferðaþjónustu
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og mæltu máli
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar
- Sveigjanleiki, gott álagsþol og jákvætt viðhorf
- Góð tölvukunnátta og færni í notkun snjalltækja
Auglýsing birt20. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fiskislóð 31D
Starfstegund
Hæfni
SölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri hjá Kríta með áherslu á byggingariðnað
Kríta

Söluráðgjafi hjá Sindra
SINDRI

Sölufulltrúi Dagvöruverslanna
Rún Heildverslun

Sölufulltrúi
Rún Heildverslun

Starfskraftur í langtíma- og sendibílaleigu Brimborgar
Brimborg

Viðburðar- og sjálfboðaliðastjóri (50-100%)
Kraftur

Sölufulltrúi bílavarahluta
Kemi ehf.

Verslunarstjóri
Flying Tiger Copenhagen

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Kúnígúnd

Sölumaður
Aflvélar ehf.

Sala og afgreiðsla Reykjanesbæ
Vatnsvirkinn ehf

Sölufulltrúi í framtíðarstarf
Gæðabakstur