
Kraftur
Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára en þar sem félagið er einnig fyrir aðstandendur er fólk á öllum aldri í félaginu. Félagið hefur aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands án endurgjalds og er KÍ einn helsti styrktaraðili Krafts en félagið er einn af stuðningshópum Krabbameinsfélagsins.
Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum.
Starfsemi Krafts felst í því:
að veita andlegan og félagslegan stuðning við þá sem greinast og aðstandendur þess.
að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um réttindi þeirra gagnvart opinberum aðilum.
að halda úti öflugu stuðningsneti þar sem áhersla er lögð á jafningjastuðning byggðan á persónlegri reynslu.
að veita félagsmönnum sálfræðiþjónustu.
að reka Neyðarsjóð Krafts.
að standa fyrir útgáfu á árlegu fréttabréfi og fræðsluefni í formi bæklinga og bóka.
að halda reglulegar uppákomur í nafni félagsins t.a.m. kaffihúsakvöld, sumargrill, aðventukvöld og fleira.

Viðburðar- og sjálfboðaliðastjóri (50-100%)
Kraftur leitar eftir öflugum og jákvæðum einstakling sem brennur fyrir umbótum og samfélagslegri velferð. Í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf í spennandi umhverfi hjá framsæknu almannaheillafélagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag og utanumhald með almennu viðburðarhaldi félagsins og aðstoð við fjáröflunarviðburði félagsins
- Skipulag og utanumhald með sjálfboðaliðum
- Aðstoð við mánaðarlega dagskrá fyrir félaga
- Kemur að markaðssetningu og árlegri vitundarvakningu félagsins
- Tekur þátt í fræðslumálum er lýtur að félögum
- Almenn upplýsingagjöf og þjónusta við félaga
- Annast önnur tilfallandi verkefni sem rúmast innan starfshlutfalls starfsmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af viðburðar- og mannauðsstjórnun kostur
- Færni í mannlegum samskiptum og framkomu.
- Reynsla eða þekking á málaflokknum, t.d. stuðningi við ungt fólk með krabbamein, aðstandendur eða skyldum heilbrigðis- og velferðarmálum er kostur.
- Þekking eða reynsla af starfi innan félagasamtaka er kostur.
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
- Tölvufærni.
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur29. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFramkoma/FyrirlestarFrumkvæðiHeiðarleikiHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStarfsmannahaldStundvísiTextagerðTeymisvinnaViðburðastjórnunÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)