
66°North
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands.
Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.
Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin tíu verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Í lok árs 2022 mun Sjóklæðagerðin opna nýja 66°NORÐUR verslun í Lundúnum.

Verslunarstjóri í verslun 66°Norður á Laugavegi
66°Norður leitar að drífandi og lausnamiðuðum leiðtoga með framúrskarandi samskiptahæfni til að gegna starfi verslunarstjóra í verslun okkar á Laugavegi.
Verslunin á Laugavegi flaggskip 66°Norður á Íslandi og er staðsett á líflegri göngugötu í hjarta borgarinnar.
Verslunarstjóri 66°Norður ber ábyrgð á daglegum rekstri verslunarinnar og leiðir, styður og þjálfar söluteymið til að tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun verslunar og starfsmannahald.
- Virk þátttaka á sölugólfi.
- Stuðningur við teymið, þjónusta við viðskiptavini og eftirfylgni með sölumarkmiðum.
- Ábyrgð á mönnun, ráðningum, fræðslu og teymisþróun.
- Rekstrar- og kostnaðarstýring, ásamt markmiðasetningu og daglegu utanumhaldi.
- Tryggja framúrskarandi þjónustustig og jákvæða upplifun viðskiptavina.
- Umsjón með vöruframboði, birgðahaldi og framsetningu.
- Náin samskipti við stjórnendur og samstarfsaðila innan fyrirtækisins.
- Skipulagning, utanumhald og önnur hefðbundin verslunarstjórastörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunarrekstri og/eða stjórnunarreynsla er skilyrði.
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Sterk þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Rekstrarlegur skilningur og hæfni til að greina tækifæri í rekstri.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Önnur tungumálakunnátta kostur.
- Jákvæðni, sveigjanleiki og hæfni til að starfa undir álagi.
- Kunátta á Microsoft Dynamics AX er kostur.
Auglýsing birt2. desember 2025
Umsóknarfrestur16. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 17, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (6)

Reykjanesbær - verslunarstjóri
Vínbúðin

VEST óskar eftir drífandi og faglegum Verslunarstjóra til starfa.
Vest

Verslunarstjóri í KEF Airport – Rammagerðin & 66°Norður
Rammagerðin

Ert þú næsti verslunarstjóri dömudeildar Gallerí Sautján?
Galleri Sautján

Verslunarstjóri í Reykjavík
AB Varahlutir

Verslunarstjóri í Lyfjaval Reykjanesi
Lyfjaval