Rammagerðin
Rammagerðin

Verslunarstjóri í KEF Airport – Rammagerðin & 66°Norður

Rammagerðin & 66°Norður leita að öflugum, þjónustuliprum og drífandi verslunarstjóra til að stýra rekstri verslana okkar í KEF Airport. Við leitum að einstaklingi sem er óhræddur við að bera marga hatta og blómstrar í lifandi þjónustu- og söluumhverfi.Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun verslunar og starfsmannahald.
  • Virk þátttaka á sölugólfi. Stuðningur við teymið, þjónusta við viðskiptavini og eftirfylgni með sölumarkmiðum.
  • Ábyrgð á mönnun, ráðningum, fræðslu og teymisþróun.
  • Rekstrar- og kostnaðarstýring, ásamt markmiðasetningu og daglegu utanumhaldi.
  • Tryggja framúrskarandi þjónustustig og jákvæða upplifun viðskiptavina.
  • Umsjón með vöruframboði, birgðahaldi og framsetningu.
  • Náin samskipti við stjórnendur og samstarfsaðila innan fyrirtækjanna.
  • Skipulagning, utanumhald og önnur hefðbundin verslunarstjórastörf.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af verslunarrekstri og/eða stjórnunarreynsla er skilyrði.
  • Sterk þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
  • Rekstrarlegur skilningur og hæfni til að greina tækifæri í rekstri.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og hæfni til að starfa undir álagi.
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur31. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
KEF Airport
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar