

Verkstjóri - jarðvinna og veitulagnir
Langar þig að starfa á metnaðarfullum vinnustað við krefjandi og fjölbreytt verkefni?
Stéttafélagið leitar að skipulögðum og metnaðarfullum verkstjóra í jarðvinnu- og veitulagnadeild fyrirtækisins.
Stéttafélagið er ört stækkandi og framsækið verktakafyrirtæki. Fyrirtækið starfar á sviði jarðvinnu, veitulagna, mannvirkjagerðar og lóðafrágangs.
Félagið er mjög virkt á útboðsmarkaði. Meðal verkefna eru gerð viðbygginga við skólamannvirki, endurbætur fasteigna sveitarfélaga, nýbyggingar á eigin vegum, veituverkefni fyrir ýmsar veitustofnanir, gatnagerð og lóðaframkvæmdir.
Fyrirtækið starfar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Vegna góðrar verkefnastöðu viljum við fjölga í hópi verkstjóra félagsins.
Við bjóðum upp á gott og sveigjanlegt starfsumhverfi. Auðvelt er að þróast í starfi hjá ört vaxandi fyrirtæki.
- Almenn verkstjórn
- Mannaforráð
- Skipulag og áætlanagerð
- Samskipti við verkkaupa og eftirlit
- Reynsla af verkstjórn er skilyrði
- Reynsla á sviði jarðvegsframkvæmda og veitulagna er mikill kostur. En reynsla af annars konar mannvirkjagerð getur einnig nýst vel í starfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Vinnuvéla- og meiraprófsréttindi eru kostur
Enska
Íslenska










