Verkstjóri í sal
Við leitum að öflugum verkstjóra í nýja verksmiðju okkar að Tinhellu í Hafnarfirði.
Kambstál mun flytja í nýja verkmiðju að Tinhellu í Hafnarfirði í janúar næstkomandi. Við erum að stækka og fjölga vélum. Í nýrri verksmiðju verða 7 vélar sem klippa og beygja kambstál. Um er að ræða nýtt starf.
Vinnutími er 8-17 mánudaga til fimmtudaga og 8-15,30 á föstudögum. Möguleiki á yfirvinnu.
Næsti yfirmaður er framleiðslustjóri.
Kambstál er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að klippa og beygja kambstál fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi. Kambstál selur einnig alla helstu fylgihluti fyrir járnbendingu og steypuíhluti.
Stýra framleiðslu á vélum í samstarfi við framleiðslustjóra. Stýring á mannskap við framleiðslu í samstarfi við aðra stjórnendur fyrirtækisins.
Hæfni til að læra nýja hluti
Góð þekking á íslensku í rituðu og töluðu máli
Þekking á byggingarmarkaði er mikill kostur
Þekking á járnabindingum er kostur en ekki skilyrði.