Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og menntamálaráðuneytið.
FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur.
Í dag rekur FS: Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Hámu, Hámu Salatbar, Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta. Samanlagður starfsmannafjöldi er um 150.
Smiður
Stúdentagarðar óska eftir smið til vinnu. Smiður sinnir öllu almennu viðhaldi á Stúdentagörðum og hjá öðrum einingum innan Félagsstofnunar stúdenta, s.s. leikskóla og veitingasölu eftir þörfum. Smiður sinnir nýsmíði og innkaupum á efni eftir þörfum.
Smiður mætir stúdentum með hlýlegu viðmóti og framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni
- Sinnir öllu almennu viðhaldi á Stúdentagörðum og hjá FS, sem honum eru falið
- Sinnir nýsmíði á Stúdentagörðum og hjá FS, sem honum er falið
- Umsjón með tækjum og tólum í hans vörslu
- Þrif á verkstæði
- Góð umgengni um sendibíl og þrif eftir notkun eftir þörfum
- Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur (persónueiginleikar og þekking)
- Iðnmenntun æskileg
- Hreint sakavottorð
- Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
- Þjónustulyndi
- Hlýlegt viðmót
- Lausnamiðað og jákvætt viðhorf
- Góð samskiptahæfni
- Snyrtimennska
- Samviskusemi
- Skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði, enska er kostur
- Almenn tölvukunnátta
Um 100% starf er að ræða.
Auglýsing birt30. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Eggertsgata 6, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
SmíðarÚtkeyrsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkstjóri – Fjölbreytt og spennandi verkefni
Köfunarþjónustan ehf.
Málmiðnaðarmenn eða fólk með reynslu - Gámaverkstæði
Eimskip
Starfsfólk óskast á vélaverkstæði
Eimskip
Húsasmiður (Lærður smiður) Carpenter
HH Trésmiðja ehf.
Bifvélavirki Ford
Ford á Íslandi | Brimborg
Starfsmaður í gróðurhús - Hightech greenhouse employee
Hárækt ehf / VAXA
Bifvélavirki í Keflavík
Hertz Bílaleiga
Kjarnaborun / Core drilling
Ísbor ehf
Blikksmiðir/Smiðir/Verkamaður óskast
Borg Byggingalausnir ehf.
Þjónustustjóri í akstursdeild
Terra hf.
Yfirverkstjóri í Fellabæ
Vegagerðin
Jólatrésala í Blómavali í Skútuvogi
Blómaval