Grundarfjörður
Grundarfjörður

Verkefnastjóri tækni- og byggingarmála

Vilt þú verða verkefnastjóri tækni- og byggingarmála í Grundarfirði?

Grundarfjarðarbær leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi til að annast fjölbreytt verkefni á sviði tækni- og byggingarmála. Í gangi eru mörg spennandi verkefni. Um er að ræða fjölbreytt starf sem býður upp á einstakt tækifæri í lifandi bæjarfélagi í mikilli þróun.

Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á tæknimálum og færni til að leiða faglega vinnu við framkvæmdir og viðhald mannvirkja bæjarins. Þá er kostur að viðkomandi geti einnig sinnt lögbundnu hlutverki byggingarfulltrúa eða sé reiðubúinn að afla sér þeirra réttinda innan umsamins tíma.

Á tæknisviði starfa einnig skipulagsfulltrúi, verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála og aðstoðarmaður sviðsins. Verkefnastjóri tækni- og byggingamála er jafnframt yfirmaður þjónustumiðstöðvar bæjarins. Starfsaðstaða er í Ráðhúsi Grundarfjarðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum bæjarins, bæði nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum, s.s. við endurbætur fasteigna, gatna- og stígagerð og fráveitumál.
  • Gerð verk- og kostnaðaráætlana, umsjón með verðkönnunum og útboðsmálum, samningum við verktaka og hönnuði.
  • Samskipti og upplýsingagjöf um framkvæmdir og verkefni á verksviði starfsmanns.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði byggingarmála eða tæknifræði.
  • Farsæl reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Metnaður til að vinna vel og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Þekking á góðum stjórnsýsluháttum, lögum og reglum er varða starfssviðið er kostur.
  • Framúrskarandi tölvukunnátta sem nýtist í starfi, s.s. landupplýsingakerfi, teikniforrit, o.fl.
  • Góð færni í íslensku, í töluðu og rituðu máli, og góð enskukunnátta.
Auglýsing birt25. janúar 2026
Umsóknarfrestur5. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Grund 136606, 350 Grundarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar