Stéttafélagið ehf.
Stéttafélagið ehf.
Stéttafélagið ehf.

Verk- eða tæknifræðingur með áherslu á verkefnastjórnun

Langar þig að starfa á metnaðarfullum vinnustað við krefjandi og fjölbreytt verkefni?

Stéttafélagið er ört stækkandi og framsækið verktakafyrirtæki. Fyrirtækið starfar á sviði jarðvinnu, veitulagna, mannvirkjagerðar og lóðafrágangs.

Félagið er mjög virkt á útboðsmarkaði. Meðal verkefna eru gerð viðbygginga við skólamannvirki, endurbætur fasteigna sveitarfélaga, nýbyggingar á eigin vegum, veituverkefni fyrir ýmsar veitustofnanir, gatnagerð og lóðaframkvæmdir.

Fyrirtækið starfar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Vegna góðrar verkefnastöðu viljum við fjölga í hópi sérfræðinga í tæknideild fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt starf með áherslu á verkefnastjórnun. Staðan er partur af stjórnendateymi félagsins.

Verkefnin eru fjölbreytt, s.s. gerð og eftirfylgni verkáætlana, GPS mælingar með Trimble GNSS rover, magnútreikningar, aðstoð við tilboðsgerð og uppgjör, ofl..

Við bjóðum upp á gott og sveigjanlegt starfsumhverfi. Auðvelt er að þróast í starfi hjá ört vaxandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórnun.
    • Gerð verkáætlana og eftirfylgni.
    • Innkaup og birgðahald.
    • Samskipti við verkkaupa.
    • Verkbókhald.
  • GPS mælingar og útsetningar.
  • Tæknileg úrvinnsla gagna, og yfirferð teikninga.
  • Tilboðsgerð og uppgjör verka.
  • Framlög að stöðugum umbótum í gæðum, öryggis‑ og umhverfismálum (ISO 9001/14001/45001).
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði tækni- eða verkfræði.
  • Gráða í verkefnastjórnun á háskólastigi, eða mikil reynsla af verkefnastjórnun.
  • Reynsla af GPS mælingum er kostur, en ekki skilyrði.
  • Reynsla af CAD hugbúnaði er kostur.
  • Góð færni á excel til gagnavinnslu er kostur.
Auglýsing birt18. janúar 2026
Umsóknarfrestur20. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgahella 9, 221 Hafnarfjörður
Ýmsir verkstaðir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.VerkfræðingurPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar