COWI
COWI
COWI

Sumarstarf á jarðtækni sviði

COWI leitar að öflugum og framsýnum háskólanema til að fást við verkefni á sviði jarðtækni í sumar. Í þessu starfi munt þú fá að kynnast grunnatriðum jarðtækni í hönnunar- og framkvæmdaverkefnum. Bakgrunnur í byggingarverkfræði, jarðfræði eða -tæknifræði með áhuga á jarðtækni hentar því vel. Ofan á það erum við að leita að fólki sem getur unnið í teymi, sýnir frumkvæði í starfi og brennur fyrir því sem það er að gera. Þú verður hluti af vatnsafls- og jarðtæknideild (e. water & geotech) en þar er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að jarðtækni- og jarðgrunnsrannsóknum fyrir flestar gerðir mannvirkja, jarðtæknihönnun og eftirliti með jarðvinnuframkvæmdum.

Markmið COWI með sumarstörfum er að byggja upp framtíðarstarfsfólk og undanfarin ár hafa yfir 60% af sumarstarfsfólkinu verið áfram hjá okkur í einhverri mynd. Hjá COWI starfa sérfræðingar um allan heim og eru boðleiðir stuttar í fjölbreytt þekkingarnet innan samstæðunnar. Þetta er því spennandi tækifæri til að öðlast reynslu í alþjóðlegu umhverfi og kynnast því hvernig það er að vinna á verkfræðistofu.

Fríðindi í starfi
  • Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu á skrifstofu okkar í Kópavogi.
  • Bootcamp í hádeginu þrjá daga í viku í Kópavogi.
  • Samgöngustyrkur fyrir aðra samgöngumáta en einkabifreið.
  • Líkamsræktar- og sturtuaðstaða í Kópavogi.
  • Viðburðir á vegum öflugs starfsmannafélags.
Auglýsing birt9. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ByggingafræðingurPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar