
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Verkefnastjórar í endurbótum aflstöðva á Norðurlandi
Viltu breyta og bæta?
Við hjá Landsvirkjun leggjum mikla áherslu á að viðhalda og endurbæta aflstöðvar okkar, til að hámarka nýtingu og líftíma búnaðar og mannvirkja. Við leitum að tveimur metnaðarfullum verkefnastjórum á Norðurlandi til að leiða fjölbreytt og krefjandi verkefni tengd endurbótum á vél-, raf- og stjórnbúnaði.
Störfin heyra undir endurbótadeild framkvæmdasviðs og er starfsstöð á Akureyri. Nýtt starfsfólk verður hluti af öflugu teymi reyndra verkefnastjóra og mun leiða verkefni allt frá undirbúningi, hönnun og útboði til framkvæmdar á verkstað. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með drifkraft, umbótavilja og hæfni til að leysa tæknilega flókin verkefni. Við leggjum sérstaka áherslu á lipurð í samskiptum og samstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- háskólamenntun á sviði iðn-, tækni- eða verkfræði
- reynsla af verkefna- eða teymisstjórnun í framkvæmdaverkefnum
- þekking og reynsla af vél-, raf- eða stjórnbúnaði
- þekking á orkuvinnslu, orkuflutningi, framleiðslu eða iðnaði er kostur
- skilvirkni og framúrskarandi skipulagshæfni
Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Glerárgata 30, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiTeymisvinnaVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í stjórnkerfum
COWI

Crew Analyst
Icelandair

Vilt þú sinna eftirliti með auðlindanýtingu?
Orkuveitan

INNRÉTTINGADEILD VERKTAKASALA
Birgisson

Sérfræðingur í hættumati með áherslu á snjóflóð og skriður
Veðurstofa Íslands

Sérfræðingur í rafmagnsöryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í mannvirkjaeftirliti
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
COWI

Manager Engineering
Air Atlanta Icelandic

Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur

Leiðtogi í uppbyggingu og framkvæmdum
Mosfellsbær

Leiðtogi umhverfis og veitna
Mosfellsbær