

Sérfræðingur í stjórnkerfum
Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Hefur þú áhuga á forritun iðntölva og skjákerfa? Hefur þú reynslu á þessu sviði eða ertu að stíga þín fyrstu skref? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.
Við erum að fjölga í stjórnkerfisteyminu okkar hjá COWI en á sviðinu starfa 20 einstaklingar sem vinna að umfangsmiklum og fjölbreyttum verkefnum tengdum stjórnkerfum í samstarfi við viðskiptavini okkar. Við erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum við að leysa hin ýmsu verkefni m.a. tengd hönnun og endurnýjun stjórnkerfa í jarðvarmavirkjunum, stjórnbúnaði fyrir ýmsar dælustöðvar og veitukerfi, kælikerfum fyrir gagnaver auk ýmissa verkefna innan stjórnkerfa í álverum og hjá fyrirtækjum í orkuframleiðslu og flutningi. Einnig vinnum við að verkefnum sem tengjast orkuskiptum og nýsköpun sem snúa oft að umhverfismálum sem við leggjum ríka áherslu á hjá COWI.
Lykilverkefni eru:
- Hönnun stjórnkerfa
-
Forritun iðntölva og skjákerfa
-
Gangsetningar og prófanir á stjórnkerfum
-
Vinna að uppbyggingu á sjálfvirknisviði með sterku teymi sérfræðinga í faghópi stjórnkerfa
-
Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum í byggingum almennt, heilbrigðisstofnunum, orku, iðnaði og veitum
Þú þarft að vera tilbúin til að vinna náið með fólkinu í kringum þig, hvort sem um ræðir samstarfsfólk, samstarfsaðila eða viðskiptavini. Að hafa góða þjónustulund, jákvætt viðhorf og að vera lausnamiðaður er afar mikilvægt í þessu starfi ásamt því að hafa góða færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Við erum að leitast eftir:
- Verk- eða tæknifræðimenntun, M.Sc. eða B.Sc.
-
Reynsla eða áhugi á forritun iðntölva og skjákerfa
- Þekking á PLC & SCADA er mikill kostur
-
Iðnnám í rafvirkjun/rafeindavirkjun er kostur
-
Samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hóp
- Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi
Starfið býður upp á margvísleg tækifæri fyrir réttan aðila en auk þess að bjóða upp á þverfaglegt og alþjóðlegt vinnumhverfi með frábæru teymi bjóðum við upp á:
- Sveigjanlegan vinnutíma
- Verkefnamiðað vinnuumhverfi
- Niðurgreitt mötuneyti
- Öflugt starfsmannafélag
- Full laun í fæðingarorlofi
- Samgöngustyrk
- Líkamsræktarstyrk
- Líkamsræktar- og sturtuaðstöðu











