COWI
COWI
COWI

Sérfræðingur í stjórnkerfum

Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Hefur þú áhuga á forritun iðntölva og skjákerfa? Hefur þú reynslu á þessu sviði eða ertu að stíga þín fyrstu skref? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.

Helstu verkefni og ábyrgð

Við erum að fjölga í stjórnkerfisteyminu okkar hjá COWI en á sviðinu starfa 20 einstaklingar sem vinna að umfangsmiklum og fjölbreyttum verkefnum tengdum stjórnkerfum í samstarfi við viðskiptavini okkar. Við erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum við að leysa hin ýmsu verkefni m.a. tengd hönnun og endurnýjun stjórnkerfa í jarðvarmavirkjunum, stjórnbúnaði fyrir ýmsar dælustöðvar og veitukerfi, kælikerfum fyrir gagnaver auk ýmissa verkefna innan stjórnkerfa í álverum og hjá fyrirtækjum í orkuframleiðslu og flutningi. Einnig vinnum við að verkefnum sem tengjast orkuskiptum og nýsköpun sem snúa oft að umhverfismálum sem við leggjum ríka  áherslu á hjá COWI. 

Lykilverkefni eru:

  • Hönnun stjórnkerfa                     
  • Forritun iðntölva og skjákerfa

  • Gangsetningar og prófanir á stjórnkerfum 

  • Vinna að uppbyggingu á sjálfvirknisviði með sterku teymi sérfræðinga í faghópi stjórnkerfa 

  • Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum í byggingum almennt, heilbrigðisstofnunum, orku, iðnaði og veitum 

Menntunar- og hæfniskröfur

Þú þarft að vera tilbúin til að vinna náið með fólkinu í kringum þig, hvort sem um ræðir samstarfsfólk, samstarfsaðila eða viðskiptavini. Að hafa góða þjónustulund, jákvætt viðhorf og að vera lausnamiðaður er afar mikilvægt í þessu starfi ásamt því að hafa góða færni og lipurð í mannlegum samskiptum. 

Við erum að leitast eftir: 

  • Verk- eða tæknifræðimenntun, M.Sc. eða B.Sc. 
  • Reynsla eða áhugi á forritun iðntölva og skjákerfa

  • Þekking á PLC & SCADA er mikill kostur
  • Iðnnám í rafvirkjun/rafeindavirkjun er kostur 

  • Samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hóp 

  • Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi  
Fríðindi í starfi

Starfið býður upp á margvísleg tækifæri fyrir réttan aðila en auk þess að bjóða upp á þverfaglegt og alþjóðlegt vinnumhverfi með frábæru teymi bjóðum við upp á:

  • Sveigjanlegan vinnutíma
  • Verkefnamiðað vinnuumhverfi
  • Niðurgreitt mötuneyti
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Full laun í fæðingarorlofi
  • Samgöngustyrk
  • Líkamsræktarstyrk
  • Líkamsræktar- og sturtuaðstöðu
Auglýsing birt6. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar