
Securitas
Securitas er þjónustufyrirtæki og er starf okkar að auka öryggi viðskiptavina með gildin okkar að leiðarljósi sem eru árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi.
Hjá okkur starfa um 500 manns, flestir starfa á höfuðborgarsvæðinu en Securitas heldur úti þremur útibúum, á Akureyri, Eskifirði og Reykjanesi. Starfsfólkið samanstendur af fjölbreyttum og öflugum hóp fólks með ýmiskonar bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og búum þannig til umhverfi sem okkur öllum líður vel í. Umhverfið okkar er allt í senn krefjandi og skemmtilegt og hér er góð liðsheild sem skilar sér í meiri árangri og líflegri menningu og leggjum við mikla áherslu á samvinnu og fagmennsku. Það er gaman í vinnunni, mikið hlegið og við hjálpumst öll að við að gera dag hvers annars betri.
Securitas leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem eflir það og styrkir. Við erum stolt af því hversu margir hafa fengið að vaxa og þróast í starfi hjá Securitas, en hér er möguleiki á öflugri starfsþróun og tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í starfseminni á hverjum tíma.
Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum. Við tryggjum það að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta.

Vakstjóri á Austurlandi
Til í næstu áskorun með jákvætt hugarfar og drifkraft?
Securitas á Austurlandi óskar eftir kraftmiklum og ábyrgum einstaklingi í hlutverk vaktstjóra á gæslusviði. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf á starfsstöð okkar hjá Alcoa Fjarðaáli – þar sem öryggi skiptir öllu máli.
Hlutverk og ábyrgð:
- Umsjón með daglegum verkefnum og vaktaplani
- Eftirlit og öryggisúttektir á verkstað
- Viðbragð við boðum frá öryggiskerfum og neyðartilfellum
- Stuðla að öruggu og vel skipulögðu vinnuumhverfi
Ef þú...
- Býrð yfir framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
- Hefur góða færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Hefur góða tölvukunnáttu.
- Sýnir frumkvæði og góða færni í að leita lausna.
...þá erum við að leita af þér!
Vinnutíminn er frá kl. 07:30–16:30. Starfið hentar öllum kynjum sem hafa hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðjón Birgir Jóhannsson, útibússtjóri Securitas á Austurlandi, í síma 580-7000.
Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur22. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Strandgata 12A, 735 Eskifjörður
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniKennslaMannleg samskiptiMetnaðurÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Umsjónarmaður tölvumála og upplýsingatækni - Afleysing
Menntaskólinn við Sund

Vaktavinna í neyðarskýli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Viltu styðja við sölustarfið okkar?
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Skólaliðar
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

Housekeeping Supervisor
The Reykjavik EDITION

Factory cleaning
Dictum Ræsting

Sumarvinna - Höfuðborgarsvæðið
Terra hf.

Stuðningsfulltrúar í Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli

Óska eftir eðalkonu á morgun/kvöld vaktir
NPA miðstöðin

Tindur Gæsla óskar eftir dyravörðum
Tindur Gæsla ehf.

Þjónustufulltrúi á skrifstofu á Djúpavogi
Stjórnsýslu-og fjármálasvið