Norðlingaskóli
Norðlingaskóli
Norðlingaskóli

Umsjónarmaður skólahúsnæðis - Norðlingaskóli

Norðlingaskóli auglýsir eftir umsjónarmanni fasteigna í 100% stöðu frá 1. janúar 2025.

Umsjónarmaður þarf að hafa áhuga á velferð barna og menntun þeirra og vera tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með stjórnendum og öðru samstarfsfólki.

Norðlingaskóli er heildstæður grunnskóli með um 580 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í Reykjavík, þ.e. í Norðlingaholti. Við skólann er samþætt grunnskóla- og frístundastarf. Starfshópurinn er samheldinn og starfsandi góður.

Stefna og starf Norðlingaskóla grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búinn námsskilyrði svo hann megi þroskast og dafna á eigin forsendum og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur.

Áhersla er m.a. á náið samráð við foreldra, samkennslu árganga, einstaklingsmiðað nám, smiðjuvinnu, nýbreytni og skólaþróun. Allt skólastarf byggir á teymisvinnu starfsfólks. Þá leggur skólinn mikla áherslu á að vera í nánum tengslum við grenndarsamfélagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sér um að húsnæði, allur búnaður og lóð skólans séu ávallt í aðlaðandi og fullnægjandi ástandi.
  • Beitir sér fyrir hagkvæmum rekstri á þeim liðum sem hann ber ábyrgð á.
  • Skipuleggur, hefur eftirlit með og ber ábyrgð á gæðum ræstinga.
  • Er næsti yfirmaður skólaliða og skipuleggur og ber ábyrgð á störfum þeirra og skráningu vinnutíma.
  • Sér um að skólahúsnæði sé opið við upphaf skóladags og ber ábyrgð á frágangi húsnæðis í lok skóladags.
  • Hefur umsjón með öryggis- og eftirlitsbúnaði og kemur að skipulagi neyðaráætlana.
  • Sinnir almennu viðhaldi skólahúsnæðis og lóðar og kallar til iðnaðarmenn eftir því sem við á samkvæmt beiðnakerfi borgarinnar.
  • Tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer innan skólans þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun, önnur menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Rík þjónustulund og skipulagshæfni
  • Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og drifkraftur í starfi
  • Færni í upplýsingatækni
  • Íslenskukunnátta A2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt13. desember 2024
Umsóknarfrestur26. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Árvað 3, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar