

Umsjón fasteigna
Efling stéttarfélag auglýsir eftir laghentum einstaklingi til starfa við umsjón og eftirlit fasteigna orlofssjóðs Eflingar. Í starfinu felst dagleg umsjón orlofshúsa, ásamt minni viðgerðum og viðhaldi á fasteignum og húsbúnaði. Starfsstöðin er í Reykjavík en ferðalög eru stór hluti af starfinu þar sem orlofshúsin eru staðsett víða um land. Starfið heyrir undir orlofssvið Eflingar þar sem starfsmaður mun starfa í nánu samstarfi með öðrum starfsmönnum sviðsins.
Við leitum að duglegum og þjónustuliprum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi. Hann þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, geta unnið sjálfstætt, hafa frumkvæði og lausnamiðaða hugsun. Mikilvægt er að viðkomandi hafi hæfileika til að leysa úr ólíkum verkefnum á vettvangi, bregðast fljótt við þegar upp koma óvæntar aðstæður og halda góðu samstarfi við bæði samstarfsfólk, verktaka og félagsfólk Eflingar.
- Almennt viðhald og endurbætur á húsbúnaði og fasteignum orlofssjóðs
- Samstarf og samskipti við umsjónarmenn orlofsbyggða
- Samskipti við birgja, verktaka og gerð verk- og kostnaðaráætlana
- Eftirlit með framkvæmdum, birgjum og verktökum
- Þjónusta og samskipti við félagsfólk Eflingar
- Flutningur og endurnýjun búnaðar orlofshúsa
- Önnur verkefni í samráði við Sviðsstjóra Orlofssviðs
- Iðnmenntun eða mikil reynsla í byggingaiðnaði er ákjósanleg
- Reynsla af gerð verk- og kostnaðaráætlana er kostur
- Reynsla af eftirliti við framkvæmdir er kostur
- Reynsla af viðhaldi fasteigna og stýringu verkefna er kostur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Íslensku- og enskukunnátta áskilin
- Ökuréttindi áskilin













