Six Rivers Iceland ehf
Six Rivers Iceland ehf
Six Rivers Iceland ehf

Umsjónamaður eigna

Six Rivers Iceland og Sólarsalir ehf. reka í dag veiðihús ásamt fjölmörgum öðrum fasteignum og húsbyggingum sem krefjast reglulegrar umsjónar og viðhalds. Við leitum nú að ábyrgum og lausnamiðuðum einstaklingi í fullt starf sem umsjónarmaður fasteigna á Vopnafirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast reglulegt eftirlit með eignum fyrirtækisins.
  • Fara yfir gátlista og gera kostnaðaráætlanir vegna viðhalds og framkvæmda.
  • Tryggja að allt viðhald sé í lagi og sinna minniháttar viðhaldsverkefnum, s.s. málningarvinnu og smærri lagfæringum.
  • Hafa góða yfirsýn yfir rekstur eigna, þar á meðal lagnir, rafmagn og almennt húsnæðisrekstur.
  • Kalla til viðeigandi verktaka/viðgerðaraðila þegar þörf krefur.
  • Skipuleggja árlega viðhaldsáætlun og fylgja henni eftir.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af fasteignaumsjón, húsvörslu eða sambærilegum störfum er kostur.
  • Iðnmenntun (t.d. pípulagnir, rafvirkjun, húsasmíði) er mikill kostur.
  • Góð þekking á almennum rekstri fasteigna og viðhaldi.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og ábyrgðartilfinning.
  •  Lipurð í mannlegum samskiptum.
  •  Ökuréttindi.
  • Góð enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt og áhugavert starf í skemmtilegu umhverfi.
  • Stöðugleika í starfi og tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á skipulag og umbætur fasteigna.
  • Gott samstarf við starfsfólk og samstarfsaðila.
  • Húsnæði.
Auglýsing birt23. september 2025
Umsóknarfrestur7. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafjörður
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar