
Húsumsjón – húsvarsla í Reykjanesbæ
Fasteignafélag óskar eftir að ráða húsumsjónarmann í 100% starf fyrir hótel og aðrar fasteignir félagsins sem eru staðsettar í Reykjanesbæ. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Helstu verkefni:
Daglegt eftirlit og umsjón með hótelfasteign og öðrum fasteignum félagsins á svæðinu.
Umsjón með hússtjórnarkerfum s.s. loftræsikerfum og öðrum kerfum.
Framkvæmd smærri viðhaldsverkefna fasteigna og búnaðar.
Þjónusta við leigutaka.
Umsjón/eftirlit með stærra viðhaldi á fasteign.
Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
Fagmenntun eða mikil reynsla sem nýtist í starfi.
Vera laghentur og útsjónarsamur við ýmis viðhaldsverkefni fasteigna og búnaðar.
Verður að vera með bílpróf.
Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og þjónustulund.
Reglusemi, samviskusemi, snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki.
Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki.
Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Góð enskukunnátta kostur.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2025.













