
Aðstoðarmaður Umsjónarmanns
Sameignafélagið í Ölfusborgum óskar eftir að ráða aðstoðarmann umsjónarmanns orlofsbyggðarinnar í fullt starf.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd umhirðu og viðhaldi orlofshúsa og umhverfis í fallegu umhverfi Ölfusborga. Aðstoðarmaður vinnur náið með umsjónarmanni, sinnir samskiptum við aðildarfélög og gesti, ásamt því að sjá um almenn viðhalds- og þrifaverkefni. Starfið hentar vel einstaklingi sem hefur gaman af útivinnu, fjölbreytileika í verkefnum og nýtur þess að starfa í góðum félagsskap.
Almennur vinnutími er frá 08:15–17:00 alla virka daga.
-
Almenn umhirða orlofshúsa og umhverfis.
-
Eftirlit innanhúss eftir hverja veru og þrif eftir þörfum.
-
Viðhald utanhúss, aðallega málningarvinna (steinveggir, timburverk og sólpallar).
-
Samskipti við aðildarfélög og starfsmenn þeirra.
-
Aðstoð við móttöku gesta og dagleg verkefni samkvæmt þörfum.
-
Almennt bílpróf er skilyrði.
- Vinnuvélaréttindi er kostur.
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
-
Enskukunnátta er æskileg.
-
Reynsla af þjónustustörfum er æskileg.
-
Reynsla eða menntun í byggingariðnaði er æskileg.









