
Hugvit
Hjá Hugviti starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks. Við þróum hugbúnaðarlausnir og kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina. Hugvit er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á gott vinnuumhverfi, fjölbreytt störf og sveigjanlegan vinnutíma.
Hugvit var stofnað árið 1993 og er hluti af GoPro samstæðunni sem er með starfsemi á nokkrum stöðum í Evrópu og er meðal öflugustu upplýsingatæknifyrirtækja með áherslu á þróun lausna fyrir mála- og skjalastjórnun í norður Evrópu. Undanfarin ár hefur Casedoc kerfi GoPro (www.casedoc.com) fengið góðar viðtökur á erlendum mörkuðum. Casedoc kerfið er stöðluð skýalausn fyrir dómstóla, eftirlit- og rannsóknarnefndir sem hraðar og vandar alla innleiðingu á kerfinu og styður vel við allar umbreytingar á ferlum.
Hugvits samstæðan er með starfsemi í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Búlgaríu, Spáni og á Íslandi.

Þjónustustjóri upplýsingatækni
Auglýst er laust starf verkefna- og þjónustustjóra í upplýsingatækni hjá Hugviti. Viðkomandi ber ábyrgð á þjónustu á lausnamengi Hugvits fyrir viðskiptavini og starfsfólk Hugvits.
Starfið felur í sér margþætta þróun á upplýsingatækni, þjónustu, samstarf og samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini, starfsfólk, stjórnendur auk rekstraraðila kerfa.
Þjónustustjóri mun halda utan um þjónustuborð Hugvits bæði fyrir lausnamengi Hugvits sem er í GoPro Foris og Casedoc. Í dag er haldið utan um beiðnir og verkefni í Jira og Jira Desk og unnið náið að úrlausn með þróunarteymum og verkefna- og viðskiptastjórum innan fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórnun og þjónusta við viðskiptavini
- Koma að stjórnun og mótun þjónustusviðs
- Taka þátt í að þróa verkferla þvert á fyrirtækið
- Úrlausn flóknari verkefna sem upp koma í þjónustu, innleiðingu og uppsetningu
- Umsjón með yfirferð verkefna fyrir viðskiptavini og samskipti við viðskiptatjóra
- Koma að daglegri umsýslu og stýring þjónustuhóps
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og metnaður
- Önnur tilfallandi störf sem yfirmaður kann að fela starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustjórnun kostur
- Góð tækni- og tölvukunnátta nauðsynleg
- Starfsreynsla úr upplýsingatækni er kostur
- Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri
- Gott vald á íslensku og ensku
- Háskólapróf (BS) eða annað sambærilegt sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, drifkraftur og þjónustulipurð
- Góð skipulags- og samskiptahæfni
- Reynsla af GoPro lausnum kostur
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Tunguháls 19, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Innleiðing ferlaVerkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar