
Þjónusturáðgjafi
Vilt þú hafa áhrif á þjónustu Reykjavíkurborgar?
Þjónusturáðgjafi í framlínu Reykjavíkurborgar óskast í 100% starf tímabundið í eitt ár. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og spennandi. Ef þú hefur ríka þjónustulund og jákvæðni til þess að þjónusta borgarbúa og starfsfólk Reykjavíkurborgar við margvísleg málefni er þetta starf fyrir þig. Í þínu starfi sem þjónusturáðgjafi munt þú veita íbúum upplýsingar um þjónustu borgarinnar og kemur umsóknum, ábendingum og fyrirspurnum í réttan farveg. Þú munt nýta til þess fjölbreyttar samskiptaleiðir en þá helst í gegnum síma, netspjall, beiðnakerfi og afgreiðslu í Höfðatorgi og Ráðhúsi. Framlínan er hluti af þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og við leggjum mikla áherslu á lausnamiðaða hugsun og notendamiðaða nálgun við úrlausn verkefna.
Sem þjónusturáðgjafi munt þú...
- Veita ráðgjöf um þjónustu borgarinnar til viðskiptavina og starfsfólks í gegnum síma, netspjall, beiðnakerfi, tölvupóst og í afgreiðslu
- Sinna móttöku, afgreiðslu og aðgangsstýringu fyrir gesti og starfsfólk Höfðatorgs og Ráðhúss
- Aðstoða við rafrænar umsóknir
- Úrvinnsla ábendinga
- Taka þátt í teymisvinnu við þróun og umbætur á þjónustu borgarinnar
Sem þjónusturáðgjafi munt þú einnig vinna þvert á öll svið Reykjavíkurborgar og hafa mikil og góð samskipti við starfsfólk, íbúa og aðra hagsmunaaðila borgarinnar.
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Reynsla af framlínu og/eða þjónustustörfum er æskileg
- Reynsla og áhugi á teymisvinnu
- Rík þjónustulund og jákvæðni
- Hæfni og áhugi á samskiptum
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Geta til að vinna undir álagi
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Góð almenn tölvukunnátta
Við bjóðum upp á
- Fyrsta flokks vinnustað
- Niðurgreitt mötuneyti
- Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
- Krefjandi og skemmtileg verkefni
- Öfluga nýliðamóttöku
- Sálrænt öryggi og skapandi menningu
- Góða liðsheild og góð samskipti
- Samkennd og virðing
- Þekkingarumhverfi
- Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
- Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
- Heilsueflandi vinnustað
- Gott vinnuumhverfi
- 30 daga í sumarleyfi
- 36 stunda vinnuviku
- Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
- Heilsu- og samgöngustyrk
- Sundkort
- Menningakort











