

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Landfari ehf. leitar að lausnamiðuðum og þjónustuliprum aðila í verkstæðismóttöku vagnaverkstæðis í Klettagörðum 5. Starfið felst í móttöku viðskiptavina og skráningu tækja á verkstæði, auk söluráðgjafar á varahlutum í eftirvagna.
Landfari ehf. er umboðsaðili Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er systurfélag bílaumboðsins Öskju, Dekkjahallarinnar og bílaumboðsins Unu. Móðurfélagið er Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape sem er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims. Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi.
Landfari ehf er einnig þjónustuumboð fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboð fyrir Wabco, ZF, Knorr-Bremse, VAK vagna og Faymonville vagna. Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 5 og einnig í Álfhellu 15 Hafnarfirði.
- Söluráðgjöf og afgreiðsla varahluta í vagna og vörubíla
- Samskipti og móttaka viðskiptavina
- Tilboðs - og reikningagerð
- Samvinna við þjónustuteymi verkstæðis
- Rík þjónustulund og mikil samskiptahæfni
- Færni í teymisvinnu
- Þekking á varahlutum í vörubíla og vagna
- Reynsla af sambærilegum störfum
- Faglegt viðmót, snyrtimennska og stundvísi
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á Íslensku í töluðu og rituðu máli
- gild ökuréttindi













