Landfari ehf.
Landfari ehf.
Landfari ehf.

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku

Landfari ehf. leitar að lausnamiðuðum og þjónustuliprum aðila í verkstæðismóttöku vagnaverkstæðis í Klettagörðum 5. Starfið felst í móttöku viðskiptavina og skráningu tækja á verkstæði, auk söluráðgjafar á varahlutum í eftirvagna.

Landfari ehf. er umboðsaðili Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er systurfélag bílaumboðsins Öskju, Dekkjahallarinnar og bílaumboðsins Unu. Móðurfélagið er Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape sem er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims. Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi.

Landfari ehf er einnig þjónustuumboð fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboð fyrir Wabco, ZF, Knorr-Bremse, VAK vagna og Faymonville vagna. Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 5 og einnig í Álfhellu 15 Hafnarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Söluráðgjöf og afgreiðsla varahluta í vagna og vörubíla
  • Samskipti og móttaka viðskiptavina
  • Tilboðs - og reikningagerð
  • Samvinna við þjónustuteymi verkstæðis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund og mikil samskiptahæfni
  • Færni í teymisvinnu
  • Þekking á varahlutum í vörubíla og vagna 
  • Reynsla af sambærilegum störfum
  • Faglegt viðmót, snyrtimennska og stundvísi
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á Íslensku í töluðu og rituðu máli
  • gild ökuréttindi
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettagarðar 5, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar