

Þjónustufulltrúi í Þjónustu- og Söluver í Reykjavík
Vilt þú taka hjálpa okkur við að veita afburða þjónustu við viðskiptavini sjóbaðanna í Hvammsvík í sumar?
Hvammsvík Sjóböð opnuðu sumarið 2022 og hafa móttökurnar verið vonum framar. Mikill vöxtur hefur verið í fjölda gesta í böðin að undanförnu og fyrirspurnum vegna bókana fyrir komandi mánuði hefur fjölgað töluvert.
Til að viðhalda háu þjónustustigi leitum við að þjónustufulltrúa í sumarafleysingar í þjónustu- og söluver okkar sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur. Starfið felst fyrst og fremst í að svara fyrirspurnum viðskiptavina okkar, einstaklingum, fyrirtækjum og ferðaþjónstuaðilum, bæði í síma en aðallega í tölvupósti, sinna nýjum bókunum og einnig breytingum í bókunarkerfum okkar. Einnig að viðhalda upplýsinga og sölukerfum ásamt öðru sem til fellur.
Við leggjum mikla áherslu á að byggja upp öfluga þjónustu og viðburði í einstöku umhverfi og stefnum að því að búa til einstakan áfangastað þar sem bæði innlendir og erlendir gestir geta komið og notið því besta sem völ er á í gistingu, veitingum, margvíslegri heilsusamlegri afþreyingu, útiveru og að sjálfsögðu einstöku náttúrulaugunum í Hvammsvík.
Starfið er fjölbreytt og margþætt en það er skilyrði að umsækjendur sé vel skrifandi og talandi á íslensku og ensku.
Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú sex starfsmenn. Gert er ráð fyrir að þjónustufulltrúi sinni vinnu sinni í Hvammsvík einstaka sinnum, mögulega einu sinni í viku, til að viðhalda tengslum við annað starfsfólk og staðinn.
- Svörun á fyrirspurnum viðskiptavina í tölvupósti (Freshdesk) og síma
- Sinna bókunum á aðgangi í sjóböðin og breytingum á þeim
- Utanumhald með skipulagi bókana í Hvammsvík og eftirfylgni með starfsfólki
- Viðhalda texta og öðru efni sem gefið er út af Hvammsvík
- Fleira tilfallandi
- Menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
- Miklir samskiptahæfileikar og geta til að vinna bæði í teymi og sem einstaklingur
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og áreiðanleiki
- Almenn tækniþekking
- Umbótasinnaður og lausnamiðaður hugsunarháttur













