Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar

Teymisstjóri í Miðjuna, miðstöð stuðnings- og stoðþjónustu

Miðjan leitar að öflugum teymisstjóra til að stýra stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Teymisstjóri hefur umsjón með framkvæmd stuðnings- og stoðþjónustu sem veitt er til barna og fjölskyldna í samstarfi við ráðgjafa í viðkomandi málum og forstöðumann. Hann starfar eftir þeim lögum og reglum sem stuðningsþjónustan fellur undir og á í þverfaglegu samstarfi við aðrar skrifstofur á velferðarsviði varðandi framkvæmd þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur umsjón með framkvæmd stuðnings- og stoðþjónustu sem veitt er til barna og fjölskyldna í samstarfi við forstöðumann.
  • Hefur umsjón með ráðningu starfsmanna í sínu teymi, móttöku nýrra starfsmanna og starfslokum þeirra.
  • Heldur utan um skráningar starfsmanna í viðverukerfi.
  • Sér um handleiðslu og fræðslu starfsfólks í sínu teymi. 
  • Hefur eftirlit með að stuðningsþjónustan sé í samræmi við þjónustuáæltun.
  • Leggur sig fram um að eiga í góðu samstarfi við notendur, aðstandendur þeirra og aðra samstarfsaðila. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á fyrsta stigi (BA/BS) sem nýtist í starfi, svo sem í uppeldis- og menntunarfræði, þroskaþjálfafræði, félagsráðgjöf eða á sviði félags- og mannvísinda.
  • Reynsla af störfum með börnum og fjölskyldum er kostur.
  • Reynsla og þekking á stuðnings- og stoðþjónustu æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnarmiðuð nálgun.
  • Reynsla af stjórnun teyma er kostur.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Kópavogsbæjar
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími.
  • 36 stunda vinnuvika.
  • Heilsuræktarstyrkur og frítt í sund í Kópavogi.
  • Mötuneyti. 
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar