
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa.
Á sviðinu starfar hópur 650 öflugra og fjölbreyttra einstaklinga með mismunandi menntun og þekkingu sem brenna fyrir málefnum velferðarþjónustunnar með hag þjónustunotenda að leiðarljósi. Fjölbreytileiki mannauðs velferðarsviðs endurspeglar umfang málaflokka þjónustunnar sem hafa vaxið á undanförnum árum í takt við lagabreytingar og nýjar áherslur í þjónustu til handa íbúum.
Starfsfólk sviðsins leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og öðru starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.
Velferðarsvið skiptist samkvæmt nýju skipulagi í fimm fagskrifstofur; skrifstofu barnaverndarþjónustu, skrifstofu félagslegs húsnæðis, skrifstofu ráðgjafar, skrifstofu starfsstöðva og þróunar og skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar. Stoðskrifstofur eru tvær; skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar.

Teymisstjóri í Miðjuna, miðstöð stuðnings- og stoðþjónustu
Miðjan leitar að öflugum teymisstjóra til að stýra stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Teymisstjóri hefur umsjón með framkvæmd stuðnings- og stoðþjónustu sem veitt er til barna og fjölskyldna í samstarfi við ráðgjafa í viðkomandi málum og forstöðumann. Hann starfar eftir þeim lögum og reglum sem stuðningsþjónustan fellur undir og á í þverfaglegu samstarfi við aðrar skrifstofur á velferðarsviði varðandi framkvæmd þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur umsjón með framkvæmd stuðnings- og stoðþjónustu sem veitt er til barna og fjölskyldna í samstarfi við forstöðumann.
- Hefur umsjón með ráðningu starfsmanna í sínu teymi, móttöku nýrra starfsmanna og starfslokum þeirra.
- Heldur utan um skráningar starfsmanna í viðverukerfi.
- Sér um handleiðslu og fræðslu starfsfólks í sínu teymi.
- Hefur eftirlit með að stuðningsþjónustan sé í samræmi við þjónustuáæltun.
- Leggur sig fram um að eiga í góðu samstarfi við notendur, aðstandendur þeirra og aðra samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á fyrsta stigi (BA/BS) sem nýtist í starfi, svo sem í uppeldis- og menntunarfræði, þroskaþjálfafræði, félagsráðgjöf eða á sviði félags- og mannvísinda.
- Reynsla af störfum með börnum og fjölskyldum er kostur.
- Reynsla og þekking á stuðnings- og stoðþjónustu æskileg.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnarmiðuð nálgun.
- Reynsla af stjórnun teyma er kostur.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Kópavogsbæjar
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími.
- 36 stunda vinnuvika.
- Heilsuræktarstyrkur og frítt í sund í Kópavogi.
- Mötuneyti.
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Krakkaborg

Tómstundafulltrúi
Vesturbyggð

Leikskólinn Litlu Ásar við Vífilsstaði óskar eftir kennurum/leiðbeinendum
Hjallastefnan

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Leikskólakennari
heilsuleikskólinn Urriðaból II

Sálfræðingur
Attentus

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Ráðgjafi í ráðgjafarteymi fullorðinna
Skrifstofa þjónustu og sértækrar ráðgjafar

Leikskólakennari - framtíðarstarf
Leikskólinn Tjarnarskógur

Hópstjóri þjónustuvers
Auðkenni ehf.

Verkstjóri í Vinnuskóla
Sumarstörf - Kópavogsbær