
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa.
Á sviðinu starfar hópur 650 öflugra og fjölbreyttra einstaklinga með mismunandi menntun og þekkingu sem brenna fyrir málefnum velferðarþjónustunnar með hag þjónustunotenda að leiðarljósi. Fjölbreytileiki mannauðs velferðarsviðs endurspeglar umfang málaflokka þjónustunnar sem hafa vaxið á undanförnum árum í takt við lagabreytingar og nýjar áherslur í þjónustu til handa íbúum.
Starfsfólk sviðsins leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og öðru starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.
Velferðarsvið skiptist samkvæmt nýju skipulagi í fimm fagskrifstofur; skrifstofu barnaverndarþjónustu, skrifstofu félagslegs húsnæðis, skrifstofu ráðgjafar, skrifstofu starfsstöðva og þróunar og skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar. Stoðskrifstofur eru tvær; skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar.

Ráðgjafi í Áttunni -uppeldisráðgjöf
Velferðarsvið Kópavogs leitar að ráðgjafa til að vinna með foreldrum og veita fræðslu og uppeldisráðgjöf. Hlutverk velferðarsviðs er að veita metnaðarfulla þjónustu sem hefur það að markmiði að stuðla að bættum lífsgæðum íbúa. Áttan er úrræði sem veitir foreldrum uppeldisráðgjöf og stuðning við umönnun og uppeldi barna sinna. Ráðgjafi greinir vanda fjölskyldu, leiðbeinir foreldrum með uppeldi og vinnur með þeim að settum markmiðum. Unnið er á grundvelli einstaklingsmiðaðrar og valdeflandi nálgunar. Ráðgjöf fer ýmist fram á skrifstofu eða á heimilum foreldra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining á þjónustuþörf fjölskyldna.
- Leiðbeina foreldrum í uppeldishlutverki sínu og vinna að settum markmiðum.
- Gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlanna og mat á árangri.
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi innan sveitarfélagsins og utan þess.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf sem nýtist í starfi s.s. félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða uppeldis- og menntunarfræði.
- PMTO meðferðarmenntun er kostur.
- Reynsla af einstaklingsviðtölum og ráðgjöf með foreldrum.
- Þekking og reynsla af verkefnum á sviði velferðarþjónustu æskileg.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð nálgun.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í faglegu starfi.
- Góð íslenskukunnátta (B2 skv. samevrópskum tungumálaramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Kópavogsbæjar.
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími.
- 36 stunda vinnuvika.
- Heilsuræktarstyrkur og frítt í sund í Kópavogi.
- Mötuneyti.
Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur29. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurÖkuréttindiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Vinna með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Tímavinnustarfsmaður í félagsmiðstöðinni Jemen
Kópavogsbær

Leikskólakennari eða leiðbeinandi
Baugur

Leikskólakennari óskast í Heilsuleikskólann Fífusali
Fífusalir

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri íþrótta óskast
Leikskólinn Sjáland

Leikskólinn Álfatún óskar eftir deildarstjóra
Álfatún

Leikskólar LFA - Leikskólinn Bakkakot - Erum við að leita að þér ?
LFA ehf.

Sérfræðingur í Barnahúsi
Barna- og fjölskyldustofa

Fagmenntaður ráðgjafi í Bergið headspace
Bergið headspace

Leikskólakennari 75-100% staða
Heilsuleikskólinn Álfasteinn

Þroskaþjálfar - Leikskólinn Vesturkot
Hafnarfjarðarbær