Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Sérfræðingur í Barnahúsi

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir sérfræðingi í Barnahúsi til þess að vinna með börnum og unglingum sem eru þolendur ofbeldis og fjölskyldum þeirra.

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt eða orðið vitni að kynferðisofbeldi, líkamlegu ofbeldi og/eða heimilisofbeldi. Barnahús hefur verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða.

Sérfræðingar í Barnahúsi sinna meðal annars greiningu á áfallastreituröskun, veita gagnreynda áfallamiðaða meðferð og taka þátt í framkvæmd rannsóknarviðtala við börn í samræmi við viðurkenndar aðferðir.

Þjónusta Barnahúss nær til barna um allt land og því krefst starfið ferðalaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meðferðarviðtöl við börn og unglinga sem hafa sætt ofbeldi og fjölskyldur þeirra
  • Rannsóknarviðtöl við börn og unglinga
  • Ráðgjöf og fræðsla til barnaverndarþjónustu
  • Skýrslu- og vottorðaskrif
  • Þátttaka í kynningarstarfi á starfsemi Barnahúss
  • Þátttaka í öðrum verkefnum í samráði við forstöðumann Barnahúss
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða í sálfræði, félagsráðgjöf eða sambærilegri menntun með leyfi Landlæknis er skilyrði
  • Reynsla á sviði meðferðar barna, fjölskyldumeðferðar og/eða af barnaverndarstarfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð samstarfshæfni, sveigjanleiki og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og samstarfsaðila
  • Mikilvægt er að geta starfað vel undir álagi í lengri eða skemmri tíma
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði og önnur tungumálakunnátta er kostur
Auglýsing birt7. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar