Akureyri
Akureyri
Akureyri

Velferðarsvið: Ráðgjafi í fjölskylduþjónustu

Á Velferðarsviði er laus til umsóknar tímabundin 100% staða ráðgjafa í fjölskylduþjónustu í nýtt verkefni til tveggja ára, verkefnið felur í sér að efla þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

Velferðarsvið Akureyrarbæjar hlaut styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu fyrir verkefnið „Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra“ auk þess sem SSNE veitti verkefninu viðbótarstyrk. Að verkefninu standa Akureyrarbær, Norðurþing, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Langanesbyggð, Grýtubakkahreppur og Tjörneshreppur.

Sameiginleg sýn sveitarfélaganna er að byggja upp sterka þjónustu sem nær yfir allt svæðið og tryggir að fjölskyldur, óháð búsetu, hafi aðgang að snemmtækum og faglegum stuðningi. Umsýsla og hýsing verkefnisins er í höndum Akureyrarbæjar.

Um er að ræða Fjölskylduþjónustu á Norðurlandi eystra sem er tímabundið stuðningsúrræði fyrir börn á aldrinum 0–18 ára og fjölskyldur þeirra. Úrræðið er hannað til að bregðast við fyrstu merkjum um vanda í fjölskyldum, tengslarofi, ofbeldishegðun, andlegri vanlíðan, áföllum, hegðunarerfiðleika, félagslega einangrun, skólaforðun eða deilur foreldra svo dæmi séu tekin. Úrræðið er viðbót og styrking við þá þjónustu sem fyrir er. Fjölskylduþjónustunni er ætlað að styðja við börn og foreldra með fjölskyldumiðaðri nálgun. Mikilvægi meðferðarsambandsins verður haft í forgrunni þess faglega starfs sem fram fer í úrræðinu.

Fjölskylduþjónusta er hugsað sem 24 mánaða tilraunaverkefni á árunum 2026–2027. Að loknu því tímabili verður árangur metinn og gert átak til að tryggja sjálfbæra innleiðingu á úrræðinu innan almennrar starfsemi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, ef niðurstöður verða jákvæðar.

Verkefnið miðar að því að efla farsæld barna og fjölskyldna með snemmtækri, samþættri og fjölskyldumiðaðri þjónustu. Verkefnið er hugsað sem 2. stigs úrræði.

Ráðgjafi sinnir fjölskylduráðgjöf sem miðar að því að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi. Ráðgjafinn vinnur með fjölskyldum í heild, með áherslu á að styrkja foreldrafærni, bæta samskipti og efla seiglu. Þjónustan skal sniðin eftir þörfum hverrar fjölskyldu. Ráðgjafi vinnur þétt með teymisstjóra fjölskylduþjónustunnar. Næsti yfirmaður er forstöðumaður félagsþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir ráðgjöf og stuðning til foreldra og fjölskyldna í formi einstaklings-, para- og fjölskylduviðtala.
  • Stýrir, skipuleggur og tekur þátt í hópastarfi og námskeiðum.
  • Metur þörf og mótar stuðningsáætlanir í samvinnu við teymi og samstarfsaðila.
  • Styður við lausnamiðaða nálgun og valdeflingu fjölskyldna.
  • Tekur þátt í Barnasmiðju og fræðsluverkefnum fyrir börn og unglinga og þróun námskeiða
  • Veitir fræðslu um foreldrafærni, samskipti og forvarnir gegn ofbeldi og vanlíðan.
  • Tryggir samfellu í þjónustu og vinnur náið með málstjórum og öðrum fagaðilum.
  • Tekur þátt í eftirfylgd og árangursmati verkefnisins.
  • Áfallaúrvinnsla.
  • Vinnur að eflingu tengsla barna og foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafist er menntunar á sviði félagsráðgjafar, sálfræði, atferlis- eða fjölskyldufræði og starfsréttindi eftir því sem við á.
  • Reynsla af vinnu með fjölskyldum og börnum, helst í samþættri þjónustu.
  • Þekking á fjölskyldukerfiskenningum og gagnreyndum aðferðum í ráðgjöf og meðferð.
  • Reynsla/þekking á tengslamiðaðri vinnu kostur.
  • Færni í teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Samskiptafærni og hæfni til að byggja upp traust með fjölskyldum.
  • Reynsla af námskeiðahaldi kostur.
  • Reynsla af meðferðarstarfi kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð færni til að tjá sig á íslensku bæði í ræðu og riti (C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Góð færni til að tjá sig á ensku bæði í ræðu og riti (C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Virðing fyrir fjölbreytileika einstaklinga og réttindum þeirra.
  • Hefur áhuga á að leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
  • Gerð er krafa um vammleysi s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt30. desember 2025
Umsóknarfrestur16. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FélagsráðgjafiPathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar