
Teymisstjóri miðjunnar - Velferðarsvið
Suðurnesjabær leitar að framsýnum og drífandi aðila til starfa sem teymisstjóri í Miðjunni á velferðarsviði. Miðjan veitir stuðningsþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér ábyrgð á faglegri forystu, verkefnastjórnun og þróun þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, með áherslu á samþætta og samfellda þjónustu.
Teymisstjóri ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi Miðjunnar í nánu samstarfi við sviðsstjóra velferðarsviðs og hefur lykilhlutverk í að móta starf teymisins og samvinnu við önnur fagsvið sveitarfélagsins og ytri samstarfsaðila.
Helstu verkefni:
- Dagleg stjórnun verkefna Miðjunnar og eftirfylgni mála
- Fagleg forysta, handleiðsla og ráðgjöf til starfsmanna
- Skipulag og stýring málavinnslu og afgreiðslufunda
- Þróun og innleiðing úrræða fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur
- Samstarf við stofnanir, þjónustuaðila og önnur sveitarfélög
- Gerð og skil skýrslna til bæjaryfirvalda og annarra viðeigandi aðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem í félagsráðgjöf, þroskaþjálfun, sálfræði eða sambærilegu háskólanámi
- Leiðtogafærni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
- Reynsla af faglegu starfi með börnum og fjölskyldum
- Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góðir skipulagshæfileikar og fagleg vinnubrögð
- Jákvætt viðhorf og ábyrgð í starfi
- Mjög góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
- Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2026.
Umsókn um starfið þarf að fylgja greinargóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun og reynslu.
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs á netfangið [email protected] og í síma 425-3000.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Íslenska
Enska










