
Hjallastefnan
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla.
Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta.
Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Árbær á Selfossi - Afleysing vegna fæðingarorlofs
Hjallastefnuleikskólinn Árbær á Selfossi hefur lausar 100% stöður í afleysingu vegna fæðingarorlofa.
Stöðurnar eru tímabundnar, þó með möguleika á áframhaldandi ráðningu bjóði aðstæður upp á það að lokinni afleysingu.
Tímabil: janúar til júlí 2026
Árbær er 100 barna sjálfstætt starfandi leikskóli á Selfossi. Mikil útivera og seiglu og sjálfbærninám einkennir starfið ásamt jafnrétti, lýðræði og sköpun.
Sveigjanlegur vinnutími er í boði innan 7 tíma vinnuramma fyrir fullar stöður.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við skólastýru á netfangið: [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðningur við hópstýrur / hópstjóra í daglegu starfi.
- Stuðningur við barnahóp og einstaka börn í daglegu starfi.
- Teymisvinna og samskipti við samstarfsfólk og stjórnendur.
- Starfsþjálfun og iðkun Hjallastefnunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Að þykja vænt um og hafa áhuga á því að starfa með börnum
- Reynsla af leikskólastarfi og kennslu ungra barna
- Menntun í leikskólakennarafræðum eða öðrum uppeldis eða menntunarfræðum
- Góð samskiptahæfni og vilji til teymisvinnu
- Jákvætt hugarfar og sveigjanleiki
- Stundvísi og áreiðanleiki
Fríðindi í starfi
- 7 tíma sveigjanlegur vinnudagur fyrir 100% stöður
- 35 mínútur í kaffihlé á eigin forræði
- Góður matur eldaður á staðnum
- Frábær starfsandi og styðjandi menning á vinnustaðnum
Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaValkvætt
Staðsetning
Fossvegur 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiDrifkrafturFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðstoðaraðili fjölskyldu / Family assistant
Vinnvinn

Teymisstjóri miðjunnar - Velferðarsvið
Suðurnesjabær

Leikskólakennari óskast
Helgafellsskóli

Viltu spennandi starf sem passar fullkomlega með námi?
Kópavogsskóli

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Hlutastarf eftir hádegi
Baugur

Grund - Aðstoðarmaður iðjuþjálfa
Grund hjúkrunarheimili

Forfallakennari í umsjónarkennslu á miðstigi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Leikskólasérkennari
Seltjarnarnesbær

Laus staða leikskólakennara
Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær