Vinnvinn
Vinnvinn

Aðstoðaraðili fjölskyldu / Family assistant

Fjölskylda með þrjú ung börn leitar að áreiðanlegum og hlýjum aðila til að aðstoða við umönnun barnanna og dagleg verkefni á heimilinu í 80% starf (u.þ.b. 31 klst á viku).

Unnið er á virkum dögum og er vinnutíminn að einhverju leiti sveigjanlegur á milli daga en algengast væri frá u.þ.b. 07:30-10:30 á morgnanna og svo aftur frá u.þ.b. 15:30-18:30 seinni part dags.

Verkefnin væru til að mynda:

  • Að aðstoða við að koma börnum af stað í skóla og leikskóla að morgni.
  • Að taka á móti / sækja börn í skóla og leikskóla og gæta þeirra síðdegis
  • Að keyra börn á æfingar, í tómstundir og mögulega önnur erindi
  • Að undirbúa hollt og gott snarl fyrir börnin
  • Að aðstoða börnin við heimanám og lærdóm
  • Að fara í léttar verslunarferðir (aðallega matvara)
  • Létt tiltekt og einföld heimilisverkefni (t.d. sinna þvotti, ganga frá eftir daginn, halda almennu skipulagi og heimili snyrtilegu)

Við erum að leita að manneskju:

  • Sem hefur jákvætt viðmót og býr yfir þolinmæði
  • Sem er ábyrg, stundvís og traust
  • Er með bílpróf

Helst myndum við vilja finna einstakling sem hefur starfað sem kennari, leikskólakennari, leiðbeinandi í frístund, þroskaþjálfi, eða annað sambærilegt starf með börnum.

Við bjóðum upp á:

  • Fast starf á samkeppnishæfum launum
  • 40 greidda orlofsdaga á ári
  • Hlýlegt og gott vinnuumhverfi
  • Gagnkvæmt traust
  • Sveigjanleika
  • Skemmtilega „vinnufélaga“ sem segja stundum brandara og finnst gaman að lita, púsla og leira

Umsóknarfrestur er til 12. Janúar

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með umsóknum hafa Unnur Ýr Konráðsdóttir ([email protected]) og Hilmar Garðar Hjaltason ([email protected]) hjá Vinnvinn.

.........................................................................

A family with three young children is seeking a friendly and reliable individual to assist with childcare and daily household tasks in an 80% position (approximately 31 hours per week).

Work is scheduled on weekdays. Working hours are somewhat flexible between days, but will most commonly be from 07:30–10:30 in the mornings, and again 15:30–18:30 in the afternoons.

Responsibilities include for example:

  • Assisting with getting the children ready for school and preschool in the mornings
  • Picking up / welcoming the children from school and preschool and caring for them in the afternoons
  • Driving children to sports practices, extracurricular activities, and possibly other errands
  • Preparing healthy and nutritious snacks for the children
  • Assisting the children with homework
  • Running light errands (primarily grocery shopping)
  • Light tidying and basic household tasks (e.g. laundry, tidying up after the day, maintaining general organisation and a neat home)

We are looking for someone who:

  • Has a positive and patient attitude
  • Is responsible, punctual, and trustworthy
  • Holds a valid driver’s license

We would ideally like to find someone with experience working with children, such as a teacher, preschool teacher, after-school program instructor, developmental therapist, or someone with a similar background.

We offer:

  • A permanent position with competitive pay
  • 40 paid vacation days per year
  • A warm and supportive working environment
  • Mutual trust
  • Flexibility
  • Fun “coworkers” who occasionally tell jokes and enjoy colouring, puzzles, and creating things with play dough

Application deadline: January 12

Applications must include a CV and a detailed cover letter outlining the applicant’s motivation for applying and explaining their suitability for the position.

Applications are managed by Unnur Ýr Konráðsdóttir ([email protected]) and Hilmar Garðar Hjaltason ​​​​​​​([email protected]) at Vinnvinn.

Auglýsing birt7. janúar 2026
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Reykjavík, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar