

Ráðgjafi í ráðgjafarteymi fullorðinna
Velferðarsvið Kópavogsbæjar leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa. Ráðgjafi er hluti af þverfaglegu ráðgjafarteymi skrifstofunnar sem m.a. veitir fjölbreytta félagslega ráðgjöf og þjónustu til fullorðins fatlaðs fólks og eldra fólks í Kópavogi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 30. september 2026.
Unnið er eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um málefni aldraðra og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.
-
Veita ráðgjöf til aldraðs fólks og aðstandanda þeirra
-
Meta þjónustuþörf umsækjenda um stuðningsþjónustu með áherslu á eldra fólk
-
Gera þjónustu- og stuðningsáætlanir með notendum
-
Skrá og halda utan um upplýsingar
-
Þátttaka í þróun og aðlögun þjónustunnar
-
Starfsréttindi frá landlækni í iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sálfræði
-
Reynsla af starfi með eldra fólki er kostur
-
Reynsla af notkun matstækja er æskileg
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
-
Lausnamiðuð nálgun og geta til að starfa undir álagi
-
Góð samskipta – og skipulagsfærni
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Íslenska
Enska










