
Hreinsitækni ehf.
Hreinsitækni ehf., er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.
Í upphafi árs 2007 keypt félagið Holræsahreinsun ehf. og sameinaði félögin undir nafni Hreinsitækni ehf. Holræsahreinsun ehf. var elsta og öflugasta fyrirtækið á sviði holræsahreinsunar og tengdrar þjónustu. Holræsahreinsun ehf. var stofnað árið 1982, en breytt í hlutafélag árið 1987. Á þeim árum kappkostaði félagið að fylgja eftir þeirri öru þróun sem orðið hafði í starfseminni og eins að vera með bestu og nýjustu tækin til að takast á við hvaða verk sem er og á sem hagkvæmastan hátt.
Í lok árs 2007 keypti félagið Uppdælingu ehf. og sameinaði félögin undir nafni Hreisnitækni ehf. í byrjun árs 2008. Uppdæling ehf. hafði séð um söfnun úrgangsolíu frá verkstæðum, skipum ofl. Einnig hreinsun olíutanka og flutningi á hvers konar spilliefnum. Uppdæling ehf hafði boðið upp á þessa þjónustu allt frá árinu 1993.
Með sameiningu þessara þriggja fyrirtækja er tækjafloti Hreinsitækni ehf. sá öflugasti sem til er á Íslandi í dag. Flotinn er mjög nýlegur og sambærilegur við það besta sem í boði er hvar sem er í heiminum. Hreinsitækni ehf. er nú komið með þá þekkingu og tæki til að geta boðið einstaklingum, fyrirtækjum, sveitar- og bæjarfélögum heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. Starfsmenn félagsins búa yfir víðtækri reynslu og eru fastráðnir um 40.
Hreinsitækni ehf. er með skýra umhverfisstefnu og leggur mikla áherslu á að nota eingöngu umhverfisvæn efni við öll þrif. Á það við hvort sem er þrif á spilliefnum eða almennum og reglubundnum þrifum á gatnakerfum, byggingum ofl

Tækjamenn/konur með vinnuvélaréttindi
Hreinsitækni ehf leitar að öflugum tækjamönnum/konum með vinnuvélaréttindi á starfsstöð í Reykjavík. Um er að ræða starf á gangstéttasóp og önnur tilfallandi störf. Dagvinnutími er 08:00 - 16:00, en yfirvinna er einnig í boði. Möguleiki á framtíðarstarfi.
Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna á gangstéttasóp, sópun gatna og stíga.
- Umhirða tækja
- Verkefnin eru fjölbreytt og yfirvinna í boði á álagstímum.
- Umhirða tækja
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vinnuvélaréttindi
-
Gerð er krafa um lágmarks íslenskukunnáttu í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
-
Stundvísi og reglusemi er skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Stórhöfði 37, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiStundvísiVinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf - þjónustustöð og vinnuflokkur á Suðurlandi
Vegagerðin

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Afgreiðsla í verslun og lager
Íshúsið ehf

Vélamaður í flokkunarstöð
Terra hf.

Vanur hjólagröfumaður
Grafa og Grjót ehf.

Starfsmaður við vatnsborun
Vatnsborun ehf

Bílstjóri á vörubíl með krana
Ístak hf

Tækjastjóri á hafnarsvæði á Akureyri
Eimskip

Spennandi sumarstörf á Reyðarfirði / Exciting summer jobs
VHE

Pracownik warsztatu
Landfari ehf.

Vélamaður í lyfjapökkun/Packaging Mechanic
Coripharma ehf.

Poszukujemy wykwalifikowanych mechaników samochodowych.
Landfari ehf.