
Breiðagerðisskóli
Breiðagerðisskóli er barnaskóli fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Í skólanum eru um það bil 360 nemendur eða ríflega 50 nemendur í hverjum árgangi. Flestir nemendur skólans koma frá leikskólunum Jörfa, Vinagerði og Garðaborg. Að loknum 7. bekk flytjast flestir nemendur skólans yfir í Réttarholtsskóla þar sem þeir ljúka grunnskólagöngu sinni.
Skólinn leggur áherslu á að nýta nánasta umhverfi til útikennslu árið um kring. Skólinn er staðsettur í fallegu grónu hverfi í göngufæri við Elliðaárdal. Í skólanum er hátíðarsalur, sundlaug, íþróttasalur og vel skipulögð skólalóð.
Sundlaugarvörður - Breiðagerðisskóli
Sundlaugarvörður óskast til starfa í 100% starf.
Í Breiðagerðisskóla eru um 350 nemendur í 1. til 7. bekk. Starfsmenn skólans eru um það bil 60 og eru þeir samhentur hópur sem hefur á undanförnum árum þróað skólann til þeirra starfshátta sem einkenna hann í dag. Starfshættir einkennast af samvinnu og samábyrgð allra þeirra sem við skólann starfa og megin leiðarljósið eru einkunnarorðin, menntun, samvinna, vellíðan.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sundlaugarvarsla
- Eftirlit með sundlaugarrýminu.
- Eftirlit með baðklefa drengja.
- Þrif á sundlaugarrýminu.
- Aðstoð í íþróttakennslunni
- Að stuðla að velferð nemenda í samvinnu við annað starfsfólk skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hæfni í samskiptum og sveigjanleiki.
- Frumkvæði og snyrtimennska.
- Áhugi á að starfa með börnum.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Viðkomandi þarf að sækja námskeið í skyndihjálp og standast hæfnispróf laugarvarða eins og lög kveða á um.
Auglýsing birt14. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Breiðagerði 20, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Sund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starf í skóla og frístund Smáraskóla
Smáraskóli

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Aðstoðarforstöðumaður frístundarstarfs
Seltjarnarnesbær

Skólaliði í 50% starf
Seyðisfjarðarskóli

Skólaliði við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Frístund - hlutastörf
Seltjarnarnesbær

Skóla- og frístundaliði - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi í Berg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði í nemendaeldhús – Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Tómstundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðina Ásinn – Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær