
Múrbúðin ehf.
Múrbúðin var stofnuð árið 2002 og hefur frá upphafi boðið uppá múrvörur og aðrar byggingarvörur á hagstæðu verði.
Stefna Múrbúðarinnar er að bjóða gæða vörur á góðu verði fyrir alla, alltaf. Sá árangur hefur náðst með hagkvæmum innkaupum, lítilli yfirbygginu, lágri álagningu og góðu starfsfólki.
Viðskiptavinir geta alltaf gengið að gæðum, góðu verði og góðri þjónustu sem vísu hjá Múrbúðinni.
Útsölustaðir Múrbúðarinnar eru að Kletthálsi 7 í Reykjavík, Selhellu 6 í Hafnarfirði og Fuglavík 18 Reykjanesbæ.
Múrbúðin býður upp á mikið úrval af byggingavörum t.d. múrefni, gólfefni, hreinlætistæki, málningu, verkfæri og aðrar byggingavörur. Múrbúðin er með rótgróin viðskiptasambönd við þekkta Evrópska framleiðendur á borð við Weber, Bostik, Murexin, BASF og Ceravid svo einhverjir séu nefndir.
Múrbúðin - Gott verð fyrir alla - Alltaf!

Sumarstarf á skrifstofu Múrbúðarinnar
Múrbúðin óskar eftir skipulögðum og sjálfstæðum starfsmanni í sumarafleysingar á skrifstofu okkar sem er á Kletthálsi 7 í Reykjavík. Starfið er fjölbreytt og snýst meðal annars um tollskjalagerð í DK, samskipti við flutningsaðila og aðstoð við innkaup og markaðsmál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tollskjalagerð og bókun innkaupareikninga
- Aðstoð við innkaup, innflutning og samskipti við birgja
- Vinna við markaðsefni, samfélagsmiðla og vefverslun
- Önnur tilfallandi skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nákvæmni og góð tölvufærni skilyrði
- Þekking eða reynsla af DK hugbúnaði er kostur
- Reynsla af tollskýrslugerð er kostur / skilyrði
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð enskukunnátta
- Lipurð í samskiptum
Auglýsing birt22. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettháls 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DKMannleg samskipti
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bókarastarf
Millibil ehf.

Innkaupafulltrúi
Hornsteinn ehf

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Starfsmaður í þjónustu
Motus

Þjónustufulltrúi í löginnheimtu
Motus

Framúrskarandi þjónusta við greiðendur
Inkasso

Gagnasafnari
Hagstofa Íslands

Viðskiptastjóri
Dropp

Móttökuritari
Kjarni

Ritari óskast
Livio Reykjavík

Skrifstofustjóri - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget