Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Gagnasafnari

Hagstofa Íslands leitar að þjónustuglöðum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur ánægju af samskiptum til starfa. Í starfinu felst að safna, skrá og taka saman upplýsingar frá gagnaveitendum fyrir hagtölur Hagstofunnar.

Mikilvægt er að geta átt í árangursríkum samskiptum við gagnaveitendur varðandi skil á gögnum og leiðbeina við skilin ef þarf. Viðkomandi mun starfa í teymi gagnasöfnunar og vinna í nánu samstarfi við annað starfsfólk Hagstofunnar enda eru gögn hjartað í starfsemi stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Safna og skrá gögnum frá gagnaveitendum, einstaklingum og fyrirtækjum

  • Svara fyrirspurnum varðandi rannsóknir

Gagnaöflun fyrir hagstofu íslands er meðal annars nýtt í útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs, byggingavísitölu ofl.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Farsæl starfsreynsla úr framlínuþjónustu

  • Reynsla af vinnu samkvæmt nákvæmum verkferlum er kostur

  • Stúdentspróf er kostur

  • Mjög góð samstarfs- og samskiptafærni

  • Nákvæm, vönduð og öguð vinnubrögð

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

  • Atorkusemi

  • Hæfni til að vinna í hóp og sjálfstætt

  • Sjálfstæði í starfi og frumkvæði til verka

Hvað bjóðum við upp á?

  • Krefjandi og spennandi verkefni

  • Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki

  • Skemmtilegt samstarfsfólk

  • Gott mötuneyti

  • Íþróttastyrk

  • Samgöngustyrk

  • Sveigjanlegan vinnutíma

  • Mögueika á fjarvinnu að hluta

  • Hjólageymslu og bílastæði

Auglýsing birt22. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar