Hornsteinn ehf
Hornsteinn ehf
Hornsteinn ehf

Innkaupafulltrúi

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. auglýsir eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf innkaupafulltrúa.

Meginhlutverk innkaupafulltrúa er að sinna innkaupum, samningagerð og birgðastýringu í samráði við forstöðumann innkaupa og regluvörslu. Innkaupafulltrúi sinnir vöktun á framlegð og rýrnun ásamt því að finna leiðir til að auka skilvirkni í aðfangakeðjunni.

Innkaupastefna fyrirtækisins leggur áherslu á ábyrg og hagkvæm innkaup, þau stuðli að gagnsæi, byggi á siðferðislegum viðmiðum og styðji við gæða- og sjálfbærnistefnu félaganna.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi með öflugum hóp fólks sem vinnur að því að gera mannvirkjagerð landsins vistvænni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innlend og erlend innkaup og samningagerð
  • Birgðastýring og pantanir
  • Samskipti við birgja, deildir og fyrirtæki samstæðunnar
  • Eftirfylgni og yfirsýn frá pöntun til afhendingar
  • Þátttaka í þróun og mótun
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Talnalæsi og greiningarhæfni
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta -  þekking/reynsla af ERP kerfi er kostur
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund, samskiptafærni, lipurð og jákvætt viðmót
Fríðindi í starfi

Aðgangur að mötuneyti í hádeginu

Hvers vegna að starfa hjá Hornstein

1) Áherslur í umhverfismálum

Við vinnum að því að gera mannvirkjagerð landsins umhverfisvænni með vörum og lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif. Umhverfismál, sjálfbærni, gæði og góð þjónusta er sameiginlegur drifkraftur okkar og hvetur okkur áfram í starfi.

2) Áherslur á vellíðan og öryggi

Við leggjum áherslu á öryggismál og vellíðan með sterka öryggismenningu - enda eiga allir að koma heilir heim eftir vinnudaginn. Starfsfólk er hvatt til þess að leggja rækt við andlega og líkamlega heilsu. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður, bjóðum upp á góða heilsuverndarþjónustu og frían hádegismat (utan hlunnindaskatt). 

3) Áherslur á liðsheild

Við vitum að gott samstarf er lykillinn að árangri. Þess vegna byggjum við upp öfluga liðsheild og tryggjum starfsskilyrði sem stuðla að starfsánægju og starfsþróun. Reglulegir viðburðir og öflugt starfsmannafélag skapa skemmtilegar samverustundir með vinnufélögum og mökum.  

4) Áherslur á fræðslumál

Við styðjum við bakið á fróðleiksfúsum starfsmönnum og starfrækjum fræðslukerfið Samsteypuna til að halda utan um stafrænt fræðsluefni fyrir starfsfólk. Starfsfólk af erlendum uppruna fær einnig aðgang að stafrænum íslenskukennara til að efla íslenskukunnáttu.

Smelltu á hlekkinn til að fræðast meira um vinnustaðinn.

Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur13. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar