Kársnesskóli
Í Kársnesskóla eru tæplega 700 nemendur í 33 bekkjardeildum. Starfsmenn eru um 120 og þar af eru kennarar tæplega 60 talsins. Starfssemi er á þremur stöðum. Í Vallargerði er aðalbygging skólans staðsett ásamt lausum kennslustofum á lóð skólans. Í Holtagerði er íþróttahús Kársnesskóla og við Borgarholtsbraut er Sundlaug Kópavogs þar sem skólasund fer fram.
Gildi Kársnesskóla eru þekking, virðing, ábyrgð og ánægja en starfsfólk skólans hefur það að meginmarkmiði að útskrifa ánægða og vel menntaða nemendur með sterka sjálfsmynd sem eru tilbúnir að takast á við lífið.
Uppeldi til ábyrgðar er uppeldis- og samskiptastefna sem stuðst er við í Kársnesskóla. Hún miðar að því að efla innri hvata barnanna til að verða góðir og gefandi einstaklingar sem lifa í sátt við annað fólk og umhverfi sitt. Þar er viðurkennt að öllum getur orðið á mistök og tækifæri gefið til að leiðrétta þau eftir bestu getu. Þessi uppeldisstefna er ekki einungis leiðarvísir að gefandi samskiptum barnanna heldur starfsmannanna líka og setur sinn brag á allt skólastarf.
Stuðningsfulltrúi í Kársnesskóla
Laus er staða stuðningsfulltrúa í Kársnesskóla
Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru rúmlega 670 nemendur í 1. til 10. bekk og 100 starfsmenn og þar ríkir góður starfsandi. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur í 5.-10.bekk með spjaldtölvur og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í bekkjarstarfi. Stuðningur við nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu.
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt námskrá og námsáætlunum undir leiðsögn kennara.
- Sér um gæslu með ákveðnum bekkjum eða/og hópum í útivist
- Fylgir einum eða fleiri nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum
- Aðstoðar nemendur í matsal eftir þörfum
- Vinnur að undirbúningi skólastarfs fyrir skólasetningu og á starfsdögum kennara undir verkstjórn kennara eða skólastjórnenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og áhugi á starfi með börnum
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg
- Mjög góð íslenskukunnátta´
Auglýsing birt18. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Vallagerði
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Leikskólakennari /Þroskaþjálfi
Leikskólinn Vinaminni
Staða fræðslustjóra í 100% starf
Amnesty International
Flataskóli auglýsir eftir umsjónarkennara í 6.bekkjar teymi
Flataskóli
Leikskólinn Rjúpnahæð óskar eftir leikskólakennara
Rjúpnahæð
Leikskólar LFA - Viltu vera með ?
LFA ehf.
Stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli
Umsjónarkennari - Kirkjubæjarskóli
Skaftárhreppur
Þroskaþjálfi
Seltjarnarnesbær
Stuðningsfulltrúi
Seltjarnarnesbær
Umsjónarkennari á miðstigi
Vatnsendaskóli
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór