Kringlumýri frístundamiðstöð
Kringlumýri frístundamiðstöð

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöðina Heklu

Félagsmiðstöðin Hekla er starfrækt undir Frístundamiðstöðinni Kringlumýri sem starfrækir sex aðrar félagsmiðstöðvar. Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna- og unglinga í gegnum leik og starf. Markhópur Heklu eru börn á aldrinum 10-12 ára. Félagsmiðstöðin Hekla stendur fyrir frístundastarfi, að skóla loknum og þjónustar börn úr Klettaskóla. Klettaskóli er sérskóli fyrir börn og unglinga með fötlun.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Í boði er 30-50% hlutastarf eftir hádegi á virkum dögum kl. 13-17. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 10-12 ára börn og unglinga
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
  • Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
  • Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Færni í samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í frístundastarfi.
  • Íslenskukunnátta B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

 

Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þorragata 3, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar